Gott kvöld

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kúlan 

Frumsýning
23. september 2007

Tegund
Barnaverk

Gott kvöld, nýtt barnaleikrit eftir hina vinsælu bókverkakonu Áslaugu Jónsdóttur er sýnt í Kúlunni á Lindargötu 7. Áslaug byggir leikritið á samnefndri bók sinni sem kom út fyrir tveimur árum, en hún hefur unnið verkið að nýju fyrir leikhús og meðal annars samið nýja söngtexta fyrir sýninguna.

Þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu er strákur aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts. En það er hægara sagt en gert að hughreysta bangsa sem óttast óboðna gesti eins og Hrekkjasvínið, Hræðslupúkann, Tímaþjófinn, Frekjuhundinn og ótal fleiri furðuskepnur.

Áhorfendur mega eiga von á bráðskemmtilegri og óvenjulegri sýningu, þar sem margt verður til að gleðja augu og eyru. Helga Arnalds gerir brúður af ýmsu tagi fyrir sýninguna og Sigurður Bjóla semur nýja tónlist.

Höfundur
Áslaug Jónsdóttir

Leikstjórn
Þórhallur Sigurðsson

Leikarar í aðalhlutverki
Baldur Trausti Hreinsson
Vignir Rafn Valþórsson

Leikkona í aðalhlutverki
Þórunn Erna Clausen

Leikmynd
Áslaug Jónsdóttir 

Búningar
Helga Arnalds 

Brúður
Helga Arnalds

Skuggaleikhús
Helga Arnalds

Lýsing
Páll Ragnarsson

Tónlist og hljóðmynd
Sigurður Bjóla

Söngvarar
Baldur Trausti Hreinsson
Brynhildur Guðjónsdóttir
Vignir Rafn Valþórsson
Þórunn Erna Clausen     

Danshöfundur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir