Gosi, ævintýri spýtustráks
Heiti verks
Gosi, ævintýri spýtustráks
Lengd
75 mín.
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Trésmiðurinn Jafet kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi; forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta hinn rétta veg. Í stað þess að hlýða föður sínum heldur hann á vit vafasamra ævintýra, kynnist talandi kribbu sem reynir að koma fyrir hann vitinu, lætur undirförulan kött og ref snúa á sig og þarf að ganga í gegnum alls konar hremmingar áður en hann kemst til þroska með dyggri hjálp bláhærðu dísarinnar.
Sviðssetning
Borgarleikhúsið
Leikskáld
Carlo Collodi/Ágústa Skúladóttir
Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir
Tónskáld
Eiríkur Stephensen
Eyvindur Karlsson
Karl Ágúst Úlfsson
Leikarar
Halldór Gylfason, Haraldur Ari Stefánsson
Leikkonur
Katla Margrét Þorgeirsdóttir