Glerlaufin
Sviðssetning
Alheimurinn
Börn Loka
Sýningarstaður
Norðurpóllinn
Frumsýning
24. apríl 2010
Tegund verks
Leiksýning
Glerlaufin er öflugt breskt nútímaleikrit eftir hinn margrómaða höfund Philip Ridley. Verkið fjallar um tvo ólíka bræður, Steven og Barry. Steven fetar beinu brautina, rekur eigið fyrirtæki og á hið fullkomna heimili. Barry er svarti sauður fjölskyldunnar, óáreiðanlegur, drykkfelldur listamaður sem hefur valdið móður þeirra sárum vonbrigðum. Þó segir yfirborðið ekki allt, því þegar kafað er dýpra birtast draugar fortíðar og þaggaður sannleikurinn sem er of sársaukafullur til að þola dagsljósið. Hver er saklaus og hver er sekur? Hvert er leyndarmál glerlaufanna? Magnað verk sem á erindi í dag.
Höfundur
Philip Ridley
Leikstjóri
Bjartmar Þórðarson
Leikarar
Jóel Sæmundsson
Ólafur S.K. Þorvaldz
Leikkonur
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Vigdís Másdóttir