Gallsteinar afa Gissa

Heiti verks
Gallsteinar afa Gissa

Lengd verks
164 mín

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
Gallsteinar afa Gissa, er yfirnáttúrlegt fjölskylduleikrit í fimm þáttum, byggt á samnefndri bók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem kom út árið 2002. Verkið var jólaleikrit Útvarpsleikhússins 2016.

Foreldrar systkinanna Grímu og Torfa vinna bæði mikið, auk þess er mamman með heilsuæði og pabbinn utan við sig í meira lagi. Systkinin eiga einn bróður sem þau kalla unglingsskrímslið þar sem hann er á gelgjuskeiði. Dag einn endar afi þeirra á spítala eftir að hafa fengið gallsteina. Systkinin heimsækja hann og kvarta undan heimilishaldinu, afinn lánar þeim gallsteinana sem hann geymir í krukku, að hans sögn eru þeir galdrasteinar sem gætu mögulega breytt ástandinu.

Krakkarnir prófa að óska sér og morguninn eftir þegar þau vakna er allt orðið breytt, foreldrar þeirra orðnir kærulausir, leyfa þeim að sleppa við skóla, gefa þeim nammi í matinn og pabbi þeirra sem aldrei leit upp úr blöðum er orðinn ofvirkur og algjör íþróttafrík og unglingsskrímslið horfið eins og það hafi aldrei verið til – en hundur kominn í staðinn. Þetta hljómar auðvitað mjög vel en þegar á líður taka að renna á þau tvær grímur.

Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV

Frumsýningardagur
24. desember, 2016

Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV

Leikskáld
Kristín Helga Gunnarsdóttir og Vigdís Jakobsdóttir

Leikstjóri
Vigdís Jakobsdóttir

Tónskáld
Jónas Sigurðsson

Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar
Óðinn Sastre Freysson
Þorsteinn Bachmann
Jóhann Sigurðarson
Dagur Jakobsson
Sverrir Gauti Svavarsson
Baldur Trausti Hreinsson
Þór Tulinius
Agnar Jón Egilsson
Valur Freyr Einarsson
Arnar Dan

Leikkonur
Thea Snæfríður Kristjánsdóttir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Ragnheiður Steindórsdóttir
Matthildur Björnsdóttir
Aude Busson
Arndís Hrönn Egilsdóttir
María Heba Þorkelsdóttir
Vigdís Másdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus