FYLGSNIÐ

Heiti verks
FYLGSNIÐ

Lengd verks
52:42

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
Ungur maður sem glímt hefur við geðsjúkdóm frá barnsaldri ásakar föður sinn opinberlega í blaðaviðtali um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í æsku. Faðirinn neitar öllum ásökunum og móðirin stendur með honum. Þau segja ásakanir sonarins vera tilhæfulausa óra og fjarri öllum sannleika. Í leikritinu er fléttað saman atvikum og minningum frá mismunandi tímum í uppvexti sonarins en erfitt getur reynst að greina á milli raunveruleika og ímyndunar. Hver er sekur? Hver er saklaus? Hver er sannleikurinn?

Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV

Frumsýningardagur
18. október, 2015

Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV

Leikskáld
Hávar Sigurjónsson

Leikstjóri
Hilmar Jónsson

Tónskáld
Einar Sigurðsson

Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar
Pálmi Gestsson,
Arnmundur Ernst Backman,
Elías Óli Hilmarsson

Leikkonur
Halldóra Rósa Björnsdóttir,
María Ellingsen

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus