Fjalla-Eyvindur
Tegund verks: ÚTVARPSVERK
Sviðssetning: ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ
Sýningarstaður og frumsýningardagur: Frumflutt í Útvarpsleikhúsinu 1. janúar 2012
Um verkið:
,,Ég sá eitt sinn í draumi tvær mannverur, eina lögmál var ást þeirra. Þau voru hvort annars spegill. Í þeim spegli gat ekkert dulist.”
Leikritið Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson er byggt á samnefndri þjóðsögu og er ein af perlum íslenskra leikbókmennta. Þar segir frá Höllu ekkju í góðum efnum sem að ræður til sín vinnumanninn Kára. Þau fella hugi saman og hún gerir hann brátt að ráðsmanni sínum en Kári á sér leyndarmál sem að reynist þeim örlagaríkt. Þegar Halla kemst að sannleikanum stendur hún frammi fyrir vali. Á hún að flýja til fjalla ásamt ástmanni sínum útskúfuð úr samfélaginu eða lifa áfram í öryggi án ástar?
Fjalla Eyvindur er ein magnaðasta ástarsaga íslensks leiksviðs og fjallar um stórar ástir og miklar fórnir, flókið samband karls og konu sem talar jafn mikið til okkar í dag og það gerði fyrir hundrað árum síðan.
Í þessari útvarpsleikgerð heyrast brot úr útvarpsflutningnum á leiksýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fjalla-Eyvindi frá árinu 1968.
Leikskáld: Jóhann Sigurjónsson
Leikstjóri: Marta Nordal
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Bjartur Guðmundsson og Valdimar Örn Flygenring
Vefsíða leikhóps/leikhúss: www.ruv.is/leikhus