Ferðir Múnkhásens Baróns
Ferðir Múnkhásens Baróns
Sviðssetning:
Gaflaraleikhúsið
Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Gaflaraleikhúsið – 10. mars 2012
Um verkið:
Kostulegar lygasögur Múnkhásens eru frábær efniviður í ævintýralega leiksýningu, þar sem áhorfendur munu svo sannarlega þurfa að hafa sig alla við og hamast við að trúa ? eða kannski öllu heldur hamast við að skemmta sér yfir því að einhver skuli reyna að ljúga að þeim svona ólíklega. Í verkinu sjálfu verður leitast við að hafa sannleikann og lygina og togstreituna þar á milli sem einskonar leiðarhnoða. Hvenær er verið að ljúga og hvenær er verið að segja satt. Og hvernig líður manni sem aldrei er trúað? Og hvernig líður honum þegar allir trúa lyginni hans? Hvað drífur áfram lygina og stórkarlalegar hetjusögurnar? Húmor? Krónísk ýkisýki? Minnimáttarkennd? Þetta mun þó vonandi verða meira undirliggjandi og aldrei yfirskyggja það sem mestu máli skiptir? Að hafa gaman.
Fyrst og fremst er ætlunin að gera sýninguna að skemmtilegu, töfrum slungnu og ævintýralegu sjónarspili fyrir alla aldurshópa; sannkölluðu konfekti fyrir skilningarvitin, hlöðnu húmor og ólíkindalátum. Barnvæna fullorðinssýningu og fullorðinsvæna barnasýningu, sem þolir sýningar jafnt klukkan þrjú á sunnudögum, sem á kvöldsýningartímum. Kjarninn inni í öllu þessu sjónarspili eru listilega sagðar lygasögur Múnkhásens, þar sem frásagnargleðin og lygin veltast í einni sæng og bókstaflega ALLT getur gerst og gerist fyrir augunum á okkur. Sýningin myndi þannig verða full af óvæntum og skemmtilegum leikhús-trixum og áskorunum fyrir leikmynda-, búninga-, gerva-, ljósa- og effekta-hönnuði.
Leikskáld:
Sævar Sigurgeirsson Ágústa Skúladóttir og leikhópurinn
Leikstjóri:
Ágústa Skúladóttir
Tónskáld:
Þorgeir Tryggvason, Eggert Hilmarsson, Baldur Ragnarsson
Lýsing:
Björn Elvar Sigmarsson
Búningar:
Axel Hallkell Jóhannesson
Leikmynd:
Axel Hallkell Jóhannesson
Leikarar:
Gunnar Helgason
Magnús Guðmundsson
Leikkonur:
Ágústa Eva Erlendsdóttir
Björk Jakobsdóttir
Virginia Gillard
Vefsíða leikhóps / leikhúss: