Falið fylgi

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar

Sýningarstaður
Rýmið

Frumsýning
Janúar 2009

Tegund verks
Leiksýning

Falið Fylgi er spennandi leikrit beint úr íslenskum samtíma sem Bjarni Jónsson skrifar sérstaklega fyrir LA.

Ellen Björnsdóttir félagsmálastjóri tekur þátt í prófkjöri jafnaðarmanna vegna fyrirhugaðra bæjar- og sveitarstjórnarkosninga. Hún opnar kosningaskrifstofu og ræður til sín tvo starfsmenn. Fljótlega kemur í ljós að þau eiga erfitt með að vinna í teymi og þegar dularfullur maður tekur upp á því að gerast daglegur gestur á skrifstofunni reynir fyrir alvöru á forsvarsmenn framboðsins.

Falið fylgi veltir upp ýmsum brennandi spurningum en verkið er þó fullt af leiftrandi húmor og oft á tíðum afar spaugilegum uppákomum.

Höfundur
Bjarni Jónsson

Leikstjórn
Jón Gunnar Þórðarson

Leikari í aðalhlutverki
Guðmundur Ólafsson

Leikkona í aðalhlutverki
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir 

Leikari í aukahlutverki
Viktor Már Bjarnason

Leikkona í aukahlutverki
Anna Svava Knútsdóttir

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson

Búningar
Rannveig Eva Karlsdóttir

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Tónlist
Andrea Gylfadóttir 

Hljóðmynd
Gunnar Sigurbjörnsson