Enron
Enron
Sviðssetning
Leikfélag Reykjavík
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið
Frumsýning
23. september 2010
Tegund verks
Leiksýning
Magnað leikverk um ris og fall stórfyrirtækisins Enron. Hér birtist mannlega hliðin á bak við atburðina, sagan af þeim sem voru í innsta hring, en líka þeim sem stóðu utan hans.
Enron er sígild saga um drauma og þrár, dramb og fall. Samhliða mannlegu átökunum í verkinu er dregin upp stórsnjöll og skörp mynd af fjármálaheiminum á aðgengilegan og hrífandi hátt.
Sýningin er mikið sjónarspil þar sem töfrum leikhússins er óspart beitt til að knýja verkið áfram með tónlist, dansi og sjónrænum tilþrifum.
Enron er þriðja leikrit Lucy Prebble (1981), sem er aðeins 29 ára gömul. Það hefur hlotið gríðarlega athygli frá frumsýningu í London, afbragðsdóma, fjölda verðlauna og viðurkenninga. Fá leikrit hafa hlotið aðra eins umfjöllun í heimspressunni á síðustu misserum. Prepple er lofuð fyrir að einfalda og myndgera flókin hugtök og aðferðir fjármálageirans sem skilar henni í hóp þeirra 25 einstaklinga sem tímaritið Fortune telur best takast að útskýra fjármálakreppuna.
„Ég er ekki vondur maður. Ég er ekki óvenjulegur maður. Ég vildi bara breyta heiminum og ég tel að sá tími muni renna upp að fólk muni skilja það… Á sama hátt og ég get verið kóngur í ríki mínu í dag, en á bak við lás og slá fyrir fjársvik á morgun. Allt sem ég hef nokkru sinni gert í lífinu, sem hefur haft nokkra merkingu, var gaert í bólu; framkvæmt af ótrúlegri von og tiltrú og heimsku.“
„Öll okkar sköpunarverk eru hér. Græðgi, ótti, gleði, trú… von… og það stórkostlegasta… peningarnir.“
Höfundur
Lucy Prebble
Þýðing
Eiríkur Örn Norðdahl
Leikstjórn
Stefán Jónsson
Leikarar í aðalhlutverkum
Bergur Þór Ingólfsson
Stefán Hallur Stefánsson
Leikkona í aðalhlutverki
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Leikarar í aukahlutverkum
Ellert A. Ingimundarson
Halldór Gylfason
Hilmar Guðjónsson
Hjalti Rögnvaldsson
Valur Freyr Einarsson
Viktor Már Bjarnason
Walter Geir Grímsson
Leikkonur í aukahlutverkum
Halldóra Geirharðsdóttir
Lára Jóhanna Jónsdóttir
Vigdís Gunnarsdóttir
Leikmynd
Börkur Jónsson
Búningar
Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing
Þórður Orri Pétursson
Myndband
Gideon Kiers
Tónlist
Helgi Svavar Helgason
Sigtryggur Baldursson
Hljóðmynd
Thorbjørn Knudsen
Danshöfundur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir