Englar alheimsins

Heiti verks
Englar alheimsins

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð. Ógleymanlegt verk, fullt af sársauka en jafnframt hlýju og húmor.

Englar alheimsins er meðal kunnustu skáldsagna síðari ára á Íslandi og fáar sögur hafa hitt þjóðina jafnrækilega í hjartastað. Bókin hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og var efniviður vinsællar samnefndrar kvikmyndar.

Englar alheimsins lýsir árekstri tveggja heima, brjálseminnar og hversdagsleikans. Verkið er saga listamannsins Páls sem ungur að árum er orðinn illa haldinn af geðveiki og missir tökin á lífinu. Verkið lýsir af miklu innsæi heimi hins geðveika, einsemd hans og útskúfun, og átökum hans við sjálfan sig og samfélagið.

Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir nú sinni fyrstu sýningu í Þjóðleikhúsinu en hann hefur leikstýrt fjölda leiksýninga og ópera í Þýskalandi og Sviss frá því að hann útskrifaðist sem leikstjóri úr Ernst Busch leiklistarskólanum í Berlín árið 2009. Verðlaunasýning hans á Pétri Gaut frá Sviss var sýnd í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík á liðnu vori.

Frumsýningardagur
20. apríl, 2013

Leikskáld
Höfundur: Einar Már Guðmundsson. Leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson, Símon Örn Birgisson

Leikstjóri
Þorleifur Örn Arnarsson

Hljóðmynd
Símon Örn Birgisson

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir

Leikmynd
Vytautas Narbutas

Leikarar
Atli Rafn Sigurðarson
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Ólafur Egill Egilsson
Snorri Engilbertsson
Eggert Þorleifsson
Ævar Þór Benediktsson
Baldur Trausti Hreinsson
og fleiri

Leikkonur
Sólveig Arnarsdóttir
Saga Garðarsdóttir
og fleiri

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is