Eldhaf
Eldhaf
Sviðssetning
Borgarleikhúsið
Leikfélag Reykjavíkur
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið
Frumsýning
27. janúar 2012
Tegund verks
Leiksýning
„Handan þagnarinnar leynist hamingjan“
Kona deyr á sjúkrahúsi. Börn hennar, tvíburarnir Símon og Janine, eru boðuð á fund lögfræðings vegna erfðaskrár móður þeirra. Hann afhendir þeim sitt hvort bréfið frá móðurinni og segir það hinstu ósk hennar að tvíburarnir afhendi bréfin í eigin persónu.
Annað á að færa bróður þeirra sem þau vissu ekki að væri til og hitt föður þeirra sem þau töldu látinn.
Systkinin halda með bréfin í óvenjulega ferð sem afhjúpar þeim áður ókunna fortíð móður þeirra og hræðilegt leyndarmál. Eldhaf er stór saga um alvöru fólk, harmleikur um fortíðina sem skapar nútímann.
Höfundur
Wajdi Mouawad
Þýðing
Hrafnhildur Hagalín
Leikstjórn
Jón Páll Eyjólfsson
Leikarar
Bergur Þór Ingólfsson
Guðjón Davíð Karlsson
Jörundur Ragnarsson
Þórir Sæmundsson
Leikkonur
Birgitta Birgisdóttir
Lára Jóhanna Jónsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir
Búningar
Ilmur Stefánsdóttir
Lýsing
Þórður Orri Pétursson
Tónlist
Hallur Ingólfsson
– – –
Wajdi Mouawad (1968) er fæddur í Líbanon en flúði með foreldrum sínum til Parísar og býr nú í Montréal í Kanada þar sem hann starfar sem leikari, leikstjóri, leikhússtjóri og leikskáld. Eldhaf er hans þekktasta verk, hefur verið þýtt á tuttugu tungumál, farið sigurför um heiminn og verið sýnt í yfir 100 uppsetningum á síðustu árum. Kvikmyndin sem gerð var upp úr leikritinu hefur hlotið einróma lof og fjölda verðlauna.