Egilssaga

Tegund verks:
Útvarpsverk

Sviðssetning:
Útvarpsleikhúsið. Menningarsjóður útvarpsstöðva styrkti verkefnið

Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Útvarpsleikhúsið. Frumflutningur 1. hluta: 22. janúar 2012 Frumflutningur 2. hluta: 29. janúar 2012 Frumflutningur 3. hluta: 5. febrúar 2012

Um verkið:
Nýtt útvarpsleikrit í þremur hlutum Egilssaga er ein frægust allra Íslendingasagna og mun hún hafa verið rituð á fyrri hluta 13. aldar og hafa menn m.a. nefnt til Snorra Sturluson sem höfund hennar. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um það og verður víst seint skorið úr því hver sé höfundur hennar og nákvæmlega hvenær hún var rituð. Sögusvið leikritsins Egilssögu er 10.öldin. og hefst leikritið með fæðingu Egils og lýkur við lát Böðvars, sonar hans, sem Egill yrkir um hið magnaða sorgarljóð Sonartorrek. Egilssaga er í stórum dráttum skáldsaga. Miðpunktur leikritsins, líkt og í sögunni er Egill Skallagrímsson. Þá koma einnig við sögu Skallagrímur faðir hans; bróðir Egils, Þórólfur; kona hans, Ásgerður og börn þeirra; sem og ýmsir þeir sem Egill átti samskipti við með einum og öðrum hætti, konungar og aðrir fornkappar. Egill Skallagrímsson er enginn hvunndagsmaður. Hann bjó yfir mörgum þeim eiginleikum sem kappar þess tíma þurftu að hafa til að geta kallast hetjur. Fáir ef nokkur stóðst honum snúning að vopnfimi og kröftum; þá var hann áræðinn og óttaðist fátt, og þess utan var hann afbragðs skáld en frægustu kvæði hans, Höfuðlausn og Sonartorrek þykja með því besta í kveðskap sem varðveist hefur frá þessum tíma.

Leikskáld:
Morten Cranner. Þýðandi leiktexta: Ingunn Ásdísardóttir Þýðandi ljóða: Þórarinn Eldjárn

Leikstjóri:
Erling Jóhannesson

Tónskáld:
Hildur Ingveldar- Guðnadóttir

Hljóðvinnsla:Einar Sigurðsson

Leikarar:
Í helstu hlutverkum: Egill: Ingvar E. Sigurðsson, Þórólfur: Hjálmar Hjálmarsson, Ásgerður: Margrét Vilhjálmsdóttir, Bera: Arndís Hrönn Egilsdóttir Skallagrímur: Jóhann Sigurðarson Þórir Hersir: Erlendur Eiríksson, Arinbjörn Magnús Jónsson, Ölvir: Víkingur Kristjánsson, Eiríkur Blóðöx: Kristján Franklín Magnús, Gunnhildur drottning: Harpa Arnardóttir. Aðrir leikendur: Ásgeir Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Gunnar Hansson, Guðjón Þorsteinn Pálmason, Halldóra Líney Finnsdóttir, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jörundur Ragnarsson, María Pálsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pétur Einarsson, Sigurður Karlsson, Sigurður Skúlason, Sindri Birgisson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Eyberg og Ævar Þór Benediktsson.

Vefsíða leikhóps/leikhúss: www.ruv.is/leikhus