Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti

Heiti verks
Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti

Lengd verks
um 40 min

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Maður á barmi sálræns hengiflugs vegna fjölskylduaðstæðna, efnahags- og tilvistalegrar krísu, ræðst á tilgangsleysi lífsins. Líf sem einkennist af efnishyggju samtímans. Hann skipuleggur æðisgenginn flótta frá skilyrtu samfélagi ásamt tveimur ungum sonum sínum. Hann ætlar að taka út ævisparnaðinn. Hann ætlar að brjótast inná Pradó listasafnið í Madríd og eyða einni nótt með listaverkum Goya. Synir hans vilja frekar fara í Disneyland, París.
Verkið dregur upp sterka mynd af manni sem öskrar á óréttlæti kerfisins. Örvæntingarfullt öskur runnið undan áhrifum efnhagskreppunnar og er verkið grimm gagnrýni á andvaraleysi nútímans. Einhversstaðar hlýtur að leynast boðskapur, siðferðislega sómasamlegur boðskapur, vel falinn, djúpt í hringiðu reiði sem vill brjótast út og segja okkur sögu. Sögu af aftengdum, miðaldra einstaklingi sem situr fastur í þjóðfélagi sem er andlega og efnislega gjaldfallið.

Sviðssetning
Samstarfsverkefni ST/una og Þjóðleikhússins
Einleikur
Sýnt í Kúlunni Þjóðleikhúsinu

Frumsýningardagur
15. október, 2016

Frumsýningarstaður
Kúlan, Þjóðleikhúsinu

Leikskáld
Rodrigo Garcia

Leikstjóri
Una Þorleifsdóttir

Tónskáld
Oddur Júlíusson

Lýsing
Magnús Arnar Sigurðarson

Búningahönnuður
Stefán Hallur Stefánsson og Una Þorleifsdóttir

Leikmynd
Stefán Hallur Stefánsson og Una Þorleifsdóttir

Leikarar
Stefán Hallur Stefánsson

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is