Ég heiti Rachel Corrie
Sviðssetning
Ímagýn
Borgarleikhúsið
Staðsetning
Borgarleikhúsið, Litla svið
Frumsýning
19. mars 2009
Tegund verks
Einleikur
Hvað fær unga konu til að yfirgefa lúxuslíf í Bandaríkjunum og flytja á átakasvæði Palestínu og Ísraelsmanna? Bandaríski friðarsinninn Rachel Corrie lét lífið á Gaza-svæðinu 16. mars 2005 þegar hún reyndi að standa í vegi fyrir því að ísraelsk jarðýta eyðileggði palestínskt hús. Jarðýtan ók yfir hana og hún lést af sárum sínum.
Rachel var aðeins 23 ára en skildi eftir sig dagbækur sem auk þess að bera lífsviðhorfi hennar og baráttuþreki glöggt vitni gefa sannfærandi mynd af leit ungrar manneskju að sjálfri sér og tilgangi í lífinu.
Leikritið hefur farið sem eldur í sinu síðan það var frumsýnt í Royal Court leikhúsinu. Leikarinn góðkunni, Alan Rickman og breski blaðamaðurinn Katherine Viner skrifuðu upphaflegu leikgerðina en leikritið hefur svo farið eins og eldur um sinu síðan það var frumsýnt í Royal Court leikhúsinu árið 2005.
Þóra Karítas Árnadóttir fer með hlutverk Rachel Corrie og til að undirbúa sig ferðaðist hún víða, m.a. til Palestínu þar sem hún kynntist móður Rachel, en hún hefur verið innan handar við undirbúning uppfærslunnar hér á landi.
Höfundur
Rachel Corrie
Leikgerð
Alan Rickman
Katherine Viner
Leikhópurinn Ímagýn
Þýðing
Gísli Rúnar Jónsson
Leikstjóri
María Ellingsen
Leikkona í aðalhlutverki
Þóra Karítas Árnadóttir
Leikmynd
Filippía I. Elísdóttir
Búningar
Filippía I. Elísdóttir
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist
Margrét Kristín Blöndal
Hljóðmynd
Margrét Kristín Blöndal