Dúnn
Heiti verks
DÚNN
Lengd verks
61 mínúta
Tegund
Dansverk
Um verkið
Dúnn er dansverk, gjörningur, tónverk, ljósverk og leikrit. Dúnn er sjónarspil.
Umfjöllunarefnið stendur okkur mjög nærri en við ákváðum að þessu sinni að fjalla um tilvist mannsins og sólarinnar.
Þetta tvennt tengist traustum böndum, þegar við byrjuðum að fjalla um tilvistina gátum við ekki látið sólina óafskipta.
Tilvistarstefnunni helguðum við sjö daga af lífi okkar. Síðan byrjuðum við að misnota hana.
Sólin fékk 20 mínútur en við vissum líka í grunninn hvað hún snýst um.
Þegar maður er að fjalla um stór málefni verður maður að tengjast þeim vel. Við urðum að gæta þess að vera almennilega til staðar á þessu opna sári, plánetunni jörð og stara framan í sólina daglangt.
Vonandi getið þið tengt.
Þetta snýst allt um það.
Frumsýningardagur
14. september, 2012
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
Ásrún Magnúsdóttir og Berglind Pétursdóttir
Leikstjóri
Ásrún Magnúsdóttir og Berglind Pétursdóttir
Danshöfundur
Ásrún Magnúsdóttir og Berglind Pétursdóttir
Tónskáld
Áki Ásgeirsson
Hljóðmynd
Áki Ásgeirsson
Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason
Búningahönnuður
Ása Dýradóttir
Leikmynd
Ása Dýradóttir
Leikarar
Páll Ivan Pálsson
Leikkonur
Ásrún Magnúsdóttir og Berglind Pétursdóttir
Dansari/dansarar
Ásrún Magnúsdóttir og Berglind Pétursdóttir
Youtube/Vimeo video