Dúkkuheimilið
Heiti verks
Dúkkuheimili
Lengd verks
Uþb 2 klst 30 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Nóra er ein þekktasta kvenhetja leiklistarinnar. Hún býr á venjulegu heimili ásamt eiginmanni sínum Þorvaldi og þremur börnum. En Nóra á sér leyndarmál sem enginn má komast að, allra síst Þorvaldur. Í augum hans er álit samfélagsins á honum og fjölskyldu hans mikilvægara en allt annað. Komist upp um leyndarmálið gæti það á svipstundu rústað hamingju fjölskyldunnar. Nóra stendur frammi fyrir erfiðu vali: Að þrauka áfram í þrengslum dúkkuheimilisins eða rjúfa múrinn og yfirgefa eiginmann og börn. Jólasýning Borgarleikhússins í ár, Dúkkuheimili, er stórbrotið leikverk sem allir núverandi og fyrrverandi makar ættu að sjá og ekki síður þeir sem hyggja á sambúð – eða hafna henni.
Henrik Ibsen skrifaði Dúkkuheimili árið 1879 og tryggði verkið honum ekki einungis heimsfrægð heldur stendur það enn í dag sem helsta verk leiklistarsögunnar sem flettir ofan af stórri lífslygi. Með glöggskyggni sinni og næmi fyrir mannlegum tilfinningum skoðar hann líf í hjónabandi, grundvöll þess og innihald.
Sviðssetning
Borgarleikhúsið
Frumsýningardagur
30. desember, 2015
Frumsýningarstaður
Stóra svið
Leikskáld
Henrik Ibsen
Leikstjóri
Harpa Arnardóttir
Tónskáld
Margrét Kristín Blöndal
Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir
Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir
Leikarar
Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Valur Freyr Einarsson
Leikkonur
Unnur Ösp Stefánsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
Heiti verks
Dúkkuheimili
Lengd verks
Uþb 2 klst 30 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Nóra er ein þekktasta kvenhetja leiklistarinnar. Hún býr á venjulegu heimili ásamt eiginmanni sínum Þorvaldi og þremur börnum. En Nóra á sér leyndarmál sem enginn má komast að, allra síst Þorvaldur. Í augum hans er álit samfélagsins á honum og fjölskyldu hans mikilvægara en allt annað. Komist upp um leyndarmálið gæti það á svipstundu rústað hamingju fjölskyldunnar. Nóra stendur frammi fyrir erfiðu vali: Að þrauka áfram í þrengslum dúkkuheimilisins eða rjúfa múrinn og yfirgefa eiginmann og börn. Jólasýning Borgarleikhússins í ár, Dúkkuheimili, er stórbrotið leikverk sem allir núverandi og fyrrverandi makar ættu að sjá og ekki síður þeir sem hyggja á sambúð – eða hafna henni.
Henrik Ibsen skrifaði Dúkkuheimili árið 1879 og tryggði verkið honum ekki einungis heimsfrægð heldur stendur það enn í dag sem helsta verk leiklistarsögunnar sem flettir ofan af stórri lífslygi. Með glöggskyggni sinni og næmi fyrir mannlegum tilfinningum skoðar hann líf í hjónabandi, grundvöll þess og innihald.
Sviðssetning
Borgarleikhúsið
Frumsýningardagur
30. desember, 2015
Frumsýningarstaður
Stóra svið
Leikskáld
Henrik Ibsen
Leikstjóri
Harpa Arnardóttir
Tónskáld
Margrét Kristín Blöndal
Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir
Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir
Leikarar
Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Valur Freyr Einarsson
Leikkonur
Unnur Ösp Stefánsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is