Dúkkuheimili annar hluti
Heiti verks
Dúkkuheimili annar hluti
Lengd verks
Tvær klukkustundir
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Velkomin heim Nóra…
Í lokasenu Dúkkuheimilis, byltingarkenndu verki Ibsens frá
1879, tekur Nóra Helmer þá ögrandi ákvörðun að fara frá
eiginmanni sínum og börnum og hefja sjálfstætt, nýtt líf án
þeirra. Þessi hápunktur verksins – þegar Nóra skellir aftur
hurðinni á það líf sem hún hefur fram að því lifað – þeytti
evrópsku leikhúsi og samfélagsumræðu inn í nútímann. Í
Dúkkuheimili, 2. hluta, hefur þó nokkur tími liðið frá brottför
Nóru. Núna er bankað á þessar sömu dyr – Nóra er snúin aftur.
Hvers vegna? Hvaða áhrif mun það hafa á þau sem hún skildi
eftir? Hverjar verða afleiðingarnar? Hvar hefur hún verið?
Leikritið er hnyttin rannsókn á samskiptum, hlutverkum
kynjanna og ólíkum hugmyndum um ástina, hjónabandið og
skuldbindingar. Svo skemmtilega vill til að Unnur Ösp
Stefánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason leika aðalhlutverkin
eins og í Dúkkuheimili Ibsens sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu
ekki alls fyrir löngu.
Dúkkuheimili, 2. hluti var tilnefnt til 8 Tony-verðlauna árið
2017 meðal annars sem besta leikritið.
Sviðssetning
Borgarleikhús – Leikfélag Reykjavíkur
Frumsýningardagur
21. september, 2018
Frumsýningarstaður
Borgarleikhús – Nýja svið
Leikskáld
Lucas Hnath
Leikstjóri
Una Þorleifsdóttir
Danshöfundur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Tónskáld
Una Sveinbjarnardóttir/Garðar Borgþórsson
Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson/Una Sveinbjarnardóttir
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnuður
Stefanía Adolfsdóttir
Leikmynd
Börkur Jónsson
Leikarar
Hilmir Snær Guðnason
Leikkonur
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Ebba katrín Finnsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is