Draumar

Sviðssetning
Dansleikhúsið

Sýningarstaður
Gvendarbrunnar
Kárahnjúkavirkjun

Frumsýning
25. júní 2008 

Tegund verks
Danssýning

Draumar er nýtt frumsamið tón- og dansverk eftir þau Einar Braga Bragason tónlistarmann og Irmu Gunnarsdóttur danshöfund. Efniviður verksins er unnin útfrá hugmyndum um drauma og huldufólk en einnig útfrá samspili draumaheimsins við raunveruleikann og tengsl þess alls við íslenska náttúru. Umgjörð verksins spilar stóran þátt í verkinu.

Frumflutingur á  verkinu  fór fram við opnun Jazzhátíðar Austurlands þann 25.júní síðastliðinn með eftirminnilegum hætti. Verkið var flutt í „iðrum jarðar“ nánar tiltekið í aðgöngum Kárahnjúkavirkjunnar að Fljótdalsvirkjun. Skemmst er frá því að segja að verkið hlaut frábærar viðtökur og mikið lof áhorfenda fyrir austan en færri komust að en vildu. Vegna fjölda áskorana hefur nú verið ákveðið að flytja verkið aftur við vatnsból Reykjavíkur, Gvendarbrunna.

Íslenska vatnið er ein af okkar dýrmætustu náttúruauðlindum og er umhverfi Gvendabrunna verndað svæði sem almenningur hefur ekki opinn aðgang að nema við sérstök tækifæri. Fólk er því beðið um að ganga vel um náttúruperluna af þessu tilefni, vera umhverfisvænt og  sameinast í bíla að Rauðhólum. Boðið verður upp á strætóferð  að húsnæði Gvendabrunna frá hliði en einungis umhverfisskoðuðum bílum er heimilaður akstur í landi Gvendabrunna. Svæðið er lokað almennri bílaumferð en heimilt verður að ganga að húsnæðinu í ægifögru umhverfinu fyrir þá sem það vilja.

Danshöfundur
Irma Gunnarsdóttir

Dansarar
Guðrún Óskarsdóttir
Inga Maren Rúnarsdóttir
Katla Þórarinsdóttir
Þórdís Schram

Tónlist
Einar Bragi Bragason

Hljómsveit
Benedikt Brynleifsson
Einar Bragi Bragason
Jón Hilmar Karlsson
Karl Peska
Ólafur Schram
Róbert Þórhallsson 

Söngvarar
Erna Hrönn Ólafsdóttir
Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir
Helgi Georgsson