Dísa ljósálfur

Sviðssetning
PBB

Sýningarstaður
Austurbær

Frumsýning
17. október 2010

Tegund verks
Leiksýning ætluð börnum

Leiksýning fyrir alla fjölskylduna um þjóðkunna sögupersónu, Dísu ljósálf. Þar getur fjölskyldan rifjað upp skemmtilega og spennandi sögu um Dísi litlu ljósálf sem dettur af greininni þar sem hún býr með mömmu sinni og lendir í klóm skógarhöggsmannsins og konu hans sem klippa af henni vængina og loka hana inni í búrskápnum.

Þar hefst sagan og í samtölum, söng og dansi vindur sögunni áfram: ofaní í holuna til músa fjölskyldunnar, þar sem Skottlöng ræður ríkjum, upp á árbakkann þar sem Dísa leikur sér við músarbörnin, en er gripin af Moldvörpunni og dregin inn í hýði hennar. Moldvörpuna vantar einhvern í húsverkin og hver er betur til þess fallin en snyrtilegur ljósálfur?

Það er Jeremías froskaprins sem bjargar Dísu úr klóm Moldvörpunnar og fer með hana til hirðar Froskadrottningarinnar, móður sinnar. Hann þráir að vera í hljómsveit og er í leit að prinsessu, en þær eru fáar á árbakkanum og því þá ekki að bindast vænglausum ljósálfi.

Fjöldi söngvar er í sýningunni, en sjö leikarar fara með tólf hlutverk en auk þeirra komu fram sjö dansarar í gervi músarunga, froska, skuggavera og vatnameyja. Um miðjan október verða sönglög og önnur tónlist úr sýningunni um Dísu Ljósálf fáanleg á geisladisk sem dreift verður á allar betri verslanir sem hafa diska til sölu.  Dreifing er í höndum 12 tóna.

Höfundar
Gunnar Þórðarson
Páll Baldvin Baldvinsson

Leikstjórn
Páll Baldvin Baldvinsson

Leikarar í aðalhlutverkum
Kári Viðarsson
Steinn Ármann Magnússon
Þórir Sæmundsson

Leikkona í aðalhlutverki
Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Leikkonur í aukahlutverkum
Esther Thalía Casey
María Þórðardóttir
Sólveig Arnarsdóttir

Leikmynd
Solveig Pálsdóttir 

Búningar
María Ólafsdóttir

Lýsing
Agnar Hermannsson

Tónlist/Hljóðmynd
Gunnar Þórðarson

Söngvarar
Álfrún Örnólfsdóttir
Esther Thalia Casey
María Þórðardóttir
Steinn Ármann Magnússon
Þórir Sæmundsson

Danshöfundur
Helena Jónsdóttir

Dansarar
Anita Ísey Jónsdóttir
Erna María Dungal
Helga Margrét Schram
Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir
Snædís Ingadóttir
Viktoria Sigurðardóttir
Tinna Ágústsdóttir
Viktoria Sigurðardóttir
Þórey Birgisdóttir

– – – – – –

Gunnar Þórðarson er höfundur tónlistar, útsetur lögin og stýrir flutningi. Gunnar er þjóðþekktur fyrir lagasmíðar sínar frá liðnum fjórum áratugum.

María Ólafsdóttir hannar búninga og gervi fyrir sýninguna en verk hennar þekkja flestir af Latabæjarbúningunum.

Helena Jónsdóttir er höfundur dansa og hreyfinga, en hún á að baki langan feril sem dansahöfundur í sýningum af ýmsu tagi, síðast í Skilaboðaskjóðunni, en hún hefur á liðnum árum átt áhuga að fagna erlendis fyrir dansverk sín fyrir Íslenska dansflokkinn og dansmyndir sínar.