Dimmalimm

Sviðssetning

Kómedíuleikhúsið

Sýningarstaður
Hamrar, Ísafirði

Frumsýning
16. febrúar 2006

Tegund verks
Barnasýning

Það er oft skemmtilegt hvernig sögur verða til. Dimmalimm á sér mjög sérstaka sögu. Þannig var að Muggur var á ferðalagi vorið 1921 og var stefnan sett á Ítalíu þar sem hann hugðist vinna að stóru verki, altaristöflu með myndefninu Kristur læknar sjúka, en það efni hafði verið honum hugleikið allt frá 1916. Áður en þangað er haldið ætlar Muggur að heimsækja systur sína Guðrúnu og Gunnar Egilsson eiginmann hennar. Þau eiga litla dóttur sem heitir Helga sem er alltaf kölluð Dimmalimm og er mjög góð vinkona Muggs. Hann langar að færa frænku sinni eitthvað sérstakt og er að velta þessu fyrir sér um borð í flutningaskipinu.

Hverju hafa nú litlar prinsessur eins og Helga gaman af? Hvað með ævintýrin? Þau eru nú alltaf skemmtileg. Prinsessa sér frosk verður vinur hans og svo allt í einu breytist hann í prins. En hvernig væri nú að hafa svan í staðinn fyrir frosk? Helga á líka lítinn frænda sem heitir Pétur, hann gæti verið prinsinn. Þannig mótast hugmyndin í kollinum á Muggi og hann byrjar að teikna myndir, skrifa texta við þær og úr verður ævintýrið Sagan af Dimmalimm.

Þegar skipið kemur að landi er Dimmalimm tilbúin og Muggur kemur færandi hendi til litlu frænku sinnar. Maður getur rétt ímyndað sér hve glöð hún Helga litla var að fá ævintýri að gjöf sem er sérstaklega samið fyrir hana og það sem meira er hún og frændi hennar eru í aðalhlutverkunum. Það gerist bara ekki betra.

Höfundar

Elfar Logi Hannesson
Sigurþór Albert Heimisson

Leikstjóri

Sigurþór Albert Heimisson

Leikari í aðalhlutverki
Elfar Logi Hannesson

Leikmynd
Kristján Gunnarsson
Marsibil G. Kristjánsdóttir
Sigurþór Albert Heimisson

Búningar
Alda Veiga Sigurðardóttir

Lýsing
Sigurþór Albert Heimisson

Tónlist
Jónas Tómasson