Digging in the sand with only one hand
Digging in the sand with only one hand
Sviðssetning
Reykjavik Dance Festival
Shalala
Sýningarstaður
Norðurpóllinn
Frumsýning
1. september 2010
Tegund verks
Danssýning
Digging in the sand with only one hand er verk þar sem dans, tónlist, söngur og sögustund tvinnast saman í eina heild. Sandurinn og sjórinn eru innblástur verksins. Dansinn er innblástur fyrir sögu og sagan innblástur fyrir dansinn.
Sandurinn fékk okkur til að hugsa um gull og villta vestrið. Kúrekamyndir og spaghetti-vestrana góðu sem leiddu okkur svo til Skagastrandar sem er aðsetur Hallbjarnar Hjartarsonar, hins eina sanna kúreka Íslands og Kántríbæjar sem er hans Kúrekabær við sjóinn, við fjallarætur. Minningin um hann varð svo tilefni sögunnar. Hann lét draum sinn rætast þrátt fyrir mótbárur bæjarbúa sem vildu hann í burtu og fannst hann vera að gera Skagaströnd að athlægi.
Sagan er þó fantasía og talar einnig um það þegar menn geta ekki hætt að byggja drauminn sinn. Á endanum vakna þeir upp við vondan draum og uppgötva að draumurinn er veruleiki sem þeir vilja ekki vera í . Verkið er í tveimur hlutum sem tengjast á undarlegan en jafnframt táknrænan hátt.
Digging in the sand with only one hand var samið fyrir Dansand hátíðina sem haldin var í strandbænum Oostende í Belgíu í júlí árið 2008. Síðan þá hefur verkið verið sýnt á óhefðbundnum sviðum, t.d. barnum „Sirkus“ þegar King og Bang flutti hann til London, á Art Frieze 2008, í speglagarði í París á Villette Sonique hátíðinni, Royan á strönd á Les Grandes Traversees hátíðinni, á Boston á venjulegu djammkvöldi, Raffinere Charloirs danse í Brussel og nú síðast í leikhúsi í Udine á Ítalíu.
Hugmyndin var fyrst sniðin fyrir strönd og sjó þar sem umhverfið var notað óspart en eftir það ákváðum við að aðlaga verkið að ólíkum sýningarstöðum í hvert skipti. Framleiðendur verksins eru Shalala og Dansand í Oostende, Belgíu.
Höfundar
Erna Ómarsdóttir
Valdimar Jóhannsson
Leikstjórn
Erna Ómarsdóttir
Búningar
Erna Ómarsdóttir
Valdimar Jóhannsson
Lýsing
Guðni Gunnarsson
Tónlist/Hljóðmynd
Valdimar Jóhannsson
Söngvarar
Erna Ómarsdóttir
Valdimar Jóhannsson
Dansari
Erna Ómarsdóttir
Danshöfundur
Erna Ómarsdóttir