Dansaðu við mig

Sviðssetning
Leikhús andanna

Sýningarstaður
Iðnó

Frumsýning
24. október 2008

Tegund verks
Leiksýning

Verkið fjallar um það þegar maður hittir konu / kona hittir mann. Það fjallar um vondar tímasetningar og fullkomin augnablik. Það fjallar um fólk sem er svo hrætt við að skuldbindast að það getur ekki einu sinni átt pottablóm. Það fjallar líka um fólk sem heldur svo föstu haldi í skuldbindinguna að það týnir sjálfu sér.

Það fjallar um að vera snúið á rönguna og neyddur til að sjá sjálfan sig í nýju ljósi – ljósi með maður hefði síst kosið sér sjálfur. Það fjallar um lífeðlisfræðing sem heldur því fram að ást sé röð taugaskilaboða, myndlistamann sem elskar tvær konur í einu, ljósmyndara sem býr yfir myrku leyndarmáli og ástkonu með sólgyllta útlimi. Það er rifist, hlegið, daðrað, drukkið, öskrað, strippað, málað, elskast, saknað og leitað. Það er dansað á helstu málefnum tilverunnar.

Höfundur
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann 

Leikstjórn
Jón Gunnar Þórðarson

Leikari
Höskuldur Sæmundsson

Leikkona
Þrúður Vilhjálmsdóttir

Leikmynd
Leikhús andanna

Lýsing
Jón Þorgeir Kristjánsson

Hljóðmynd
Jarþrúður Karlsdóttir

Tónlist
Jarþrúður Karlsdóttir