Dansaðu fyrir mig

Heiti verks
Dansaðu fyrir mig

Lengd verks
55 mínútur

Tegund
Dansverk

Um verkið
Ármann Einarsson er þriggja barna faðir og skólastjóri tónlistarskóla. Hann er 48 ára gamall, 172 sentímetrar á hæð og með bumbu. Fyrir ári síðan kom hann að máli við tengdadóttur sína, danshöfundinn Brogan Davison, og skýrði henni frá því að sig hefði alltaf dreymt um að dansa nútímadans á sviði. Ármann er ekki menntaður dansari en á unglingamet í þrístökki sem hann setti árið 1979 sem stendur enn! Úr varð að þau Brogan og Ármann sömdu dansverk sem þau sýndu á Akureyri fyrr á þessu ári. Og nú vill Ármann elta drauminn sem lengst og dansa fyrir sem flesta. Röðin er komin að höfuðborgarbúum sem fá einstakt tækifæri til þess að upplifa einlægt og bráðfyndið leikhúsverki um langþráða drauma, sköpunarferlið og efann sem hellist yfir mann þegar minnst varir. Er nú víst að allir geti dansað?

Sviðssetning
Á sviðinu eru tveir dansarar. Brogan Davison og Ármann Einarsson. Einnig er þægindarstóllinn hans Ármans sviðs vinstri, við hlið hans lítið borð og á því plötuspilari og plötur. Sviðs hægri er lítið nótnastatíf, míkrafónstandur og míkrafónn. Aftast á sviðinu er svo tjald sem myndböndum er varpað á í gegnum sýninguna.

Frumsýningardagur
25. apríl, 2013

Frumsýningarstaður
Akureyri

Leikstjóri
Pétur Ármannsson

Danshöfundur
Brogan Davison

Búningahönnuður
Leikhópurinn

Leikmynd
Leikhópurinn

Leikarar
Ármann Einarsson

Leikkonur
Brogan Davison

Dansari/dansarar
Ármann Einarsson
Brogan Davison

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/dansadu