Dagleiðin langa

Dagleiðin langa

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
10. febrúar 2012

Tegund verks
Leiksýning

Nóbelsverðlaunahafinn Eugene O’Neill (1888-1953) er gjarnan kallaður faðir bandarískrar nútímaleikritunar og meistaraverk hans Long Day’s Journey into Night hafði mikil áhrif á dramatíska leikritun á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. O’Neill skrifaði verkið, sem er að sumu leyti sjálfsævisögulegt, á árunum 1939–41 en það var ekki frumflutt fyrr en árið 1956, nokkru eftir dauða hans, og hlaut það Pulitzer verðlaunin ári síðar.

Leikritið gerist á miklum átakadegi í lífi Tyrone-fjölskyldunnar, hjóna og tveggja uppkominna sona þeirra. Fjölskyldan er þrúguð af ægivaldi fjölskylduföðurins, og áfengissýki og lyfjaneysla varpa dimmum skuggum á öll samskipti. Fjórar skemmdar manneskjur sem standa máttvana gagnvart erfiðum aðstæðum kunna engin ráð betri en að ásaka hver aðra og brjóta hver aðra niður á milli þess sem þær tjá ást sína og umhyggju.

Long Day’s Journey into Night er magnþrungið listaverk, fallegt í hrikaleik sínum, nærgöngult og grimmt. Hér er sálrænum afleiðingum kúgunar og neyslu lýst á einstaklega áhrifamikinn hátt.

Leikritið hefur tvívegis áður verið sýnt í Þjóðleikhúsinu, árið 1959 undir heitinu Húmar hægt að kveldi og árið 1982 undir heitinu Dagleiðin langa inn í nótt.

Höfundur
Eugene O’Neill

Þýðing
Illugi Jökulsson

Leikstjórn
Þórhildur Þorleifsdóttir

Leikarar
Arnar Jónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Hilmir Snær Guðnason

Leikkona
Guðrún Snæfríður Gísladóttir

Leikmynd
Jósef Halldórsson

Búningar
Jósef Halldórsson