Co Za Poroniony Pomysł! (Úff, hvað þetta er slæm hugmynd!)

Heiti sýningar:
Co Za Poroniony Pomysł! (Úff, hvað þetta er slæm hugmynd!)

Tegund verksins:
Sviðsverk

Sviðssetning:
Leikfélagið PóliS

Leikskáld:
Leikfélagið Pólis: Ólafur Ásgeirsson , Aleksandra Skołożyńska , Jakub Ziemann , Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir , Birnir Jón Sigurðsson

Nýtt Leikskáld: Unchecked

Leikstjóri:
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

Danshöfundur:
Sigríður Ásgeirsdóttir

Hljóðmynd:
Kristinn Smári Kristinsson

Búningahönnuður:
Þórdís Erla Zoega

Leikmynd:
Þórdís Erla Zoega

Leikkona í aðalhlutverki:
Aleksandra Skołożyńska

Leikari í aðalhlutverki:
Ólafur Ásgeirsson , Jakub Ziemann

Tónskáld:
Kristinn Smári Kristinsson

Lýsing:
„Þau hafa ekki hugmynd um hversu slæm þessi hugmynd er!“

Kuba er kokkur á veitingastaðnum Skál en dreymir um að verða sjónvarpskokkur. Ola er spunaleikkona frá Varsjá sem þráir að finna ástina á Íslandi. Óli er íslenskur leikari sem er að læra pólsku á duolingo. Þegar Óli tekur eftir hvað pólskar kvikmyndir laða að sér marga í bíó dettur honum í hug að reyna að búa til vinsæla leiksýningu á pólsku og fær Kuba og Olu með. Saman leiða þau áhorfendur í gegnum þessa einlægu gamansýningu þar sem fjallað er um löngun okkar til að tengjast: Að tengjast ókunnu landi, tengjast okkar á milli, tengjast á netinu eða tengjast í gegnum góðan mat. Úff, hvað þetta er slæm hugmynd!

Sýningin er á pólsku með enskum texta.