Brottnámið úr kvennabúrinu
Sviðssetning
Íslenska óperan
Sýningarstaður
Íslenska óperan
Frumsýning
29. september 2006
Tegund verks
Ópera
250 ár eru liðin frá fæðingu Mozarts en hann samdi alls 22 óperur um ævina þrátt fyrir að hafa látist aðeins 35 ára gamall. Brottnámið úr kvennabúrinu samdi Mozart í Vín þegar að hann var 25 ára gamall og varð óperan fljótlega vinsælasta ópera Mozarts utan Vínarborgar. Þetta er í fyrsta sinn sem Brottnámið úr kvennabúrinu er sett upp á Íslandi.
Óperan Brottnámið úr kvennabúrinu hefst á því að spænski aðalsmaðurinn Belmonte er kominn að landsetri tyrkneska höfðingjans Pascha Selim til að freista þess að ná úr haldi hans unnustu sinni Constance ásamt ?jónustustúlku hennar Blonde og þjóninum Pedrillo. Hann villir á sér heimildir og kemst inn í höllina og nær tali af sinni heittelskuðu og verða miklir fagnaðarfundir.
En brátt kemst Selim Bassa að hans rétta nafni og þekkir þar son versta óvinar síns. Hann ákveður því að taka elskendurnar af lífi, en þegar hann sér hversu sterk ást þeirra er og óttalaus þau standa frammi fyrir dauðanum þá sigrar hans betri vitund og hann ákveður að þyrma ?eim, þjóni hans Osmins til lítillar ánægju, en hann vildi sjá þau öll fjögur tekin af lífi. Óperunni lýkur með lofsöng.
Höfundur
Wolfgang Amadeus Mozart
Leikstjóri
Jaime Hayes
Leikari í aukahlutverki
Pálmi Gestsson
Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson
Búningar
Filippía Elísdóttir
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Söngvarar
Finnur Bjarnason
Angela Gilbert
Bjarni Thor Kristinsson
Snorri Wium
Katharina Th. Guðmundsson