Bjart með köflum

Bjart með köflum

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
8. apríl 2011

Tegund verks
Leiksýning

Kraftmikið og skemmtilegt verk  um andstæðurnar og öfgarnar í okkur Íslendingum og samband okkar við landið –  með tónlist frá ofanverðum sjöunda áratugnum.

“Ég hélt að á svona stað gerðist aldrei neitt. Svo kemur á daginn að það hefur aldrei gerst neitt í mínu lífi fyrr en ég kom hingað.”

Ólafur Haukur Símonarson hefur skrifað mörg leikrit sem átt hafa einstökum vinsældum að fagna í Þjóðleikhúsinu á síðustu áratugum og má þar nefna Gauragang, Þrek og tár, Hafið, Græna landið og Bílaverkstæði Badda. Þórhallur Sigurðsson hefur sett öll þessi verk á svið, og nú færa þeir félagar okkur glænýtt, fallegt og skemmtilegt leikrit um Íslendinga í nútíð og fortíð.

Árið 1968, árið sem allt varð vitlaust, er ungur piltur úr Reykjavík, Jakob, sendur í sveit að bænum Gili þar sem nútíminn virðist enn ekki hafa haldið innreið sína, og fjölskyldan stritar við að yrkja landið og sækja sjóinn líkt og forfeðurnir hafa gert um aldir.

Jakob er rokkari, og hefur ætlað sér að lifa vistina af með því að spila á rafmagnsgítarinn sinn, en á þessum gamla bæ er ekki einu sinni komið rafmagn. Innan skamms virðist Jakob vera orðinn miðpunkturinn í ævagömlum fjandskap á milli bæja í sveitinni. Ástin ólgar, heiftin kraumar og rokklögin hljóma af blússandi krafti.

Leikritið gerist á tímum efnahagserfiðleika þegar fólk flýr land í leit að nýjum tækifærum og þeir sem eftir verða hljóta að spyrja sig að því hvers vegna þeir vilji búa hér?

Höfundur
Ólafur Haukur Símonarson

Leikstjórn
Þórhallur Sigurðsson

Leikari í aðalhlutverki
Hilmir Jensson

Leikkonur í aðalhlutverkum
Heiða Ólafsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Atli Þór Albertsson
Friðrik Friðriksson
Hannes Óli Ágústsson
Ólafur Egill Egilsson
Pálmi Gestsson
Ævar Þór Benediktsson
Örn Árnason

Leikkonur í aukahlutverkum
Anna Kristín Arngrímsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Lára Sveinsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Þórunn Lárusdóttir

Leikmynd
Axel Hallkell

Búningar
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Tónlist
Jón Ólafsson
ofl.

Söngvarar
Atli Þór Albertsson
Heiða Ólafsdóttir
Hilmir Jensson
Lára Sveinsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Pálmi Gestsson
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Þórunn Lárusdóttir
Ævar Þór Benediktsson
Örn Árnason

Danshöfundur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir

Tónlistarstjórn
Jón Ólafsson