Beðið eftir Godot
Beðið eftir Godot
Sviðssetning
Kvenfélagið Garpur í samstarfi við Borgarleikhúsið
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla svið
Frumsýning
27. apríl 2012
Tegund verks
Leiksýning
Vladimir og Estragon bíða eftir Godot. Þeir hafa orð á því að hengja sig en eru ekki með reipi við höndina. Þeir ákveða að skilja en einmanaleikinn er þeim um megn. Þeir bíða. Þeir rífast, gráta og syngja. Og bíða. Ekkert gerist. Og svo gerist ekkert aftur.
Beðið eftir Godot er eitt merkasta leikverk leiklistarsögunnar og olli straumhvörfum í sögu leikritunar. Leikritið lýsir biðinni eftir frelsun, björgun og leiðsögn og er áleitin lýsing á hlutskipti og getuleysi mannanna á tímum tækni og framfara, á tímum guðleysis, á tímum trúarþarfar.
Höfundur
Samuel Beckett
Þýðing
Árni Ibsen
Leikstjórn
Stefán Jónsson
Leikkonur
Alexía Björg Jóhannesdóttir
Halldóra Geirharðsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Leikmynd
Hálfdán Pedersen
Búningar
Helga I. Stefánsdóttir
Tónlist
Helgi Svavar Helgason
– – –
Samuel Beckett er fæddur í Dyflinni á Írlandi föstudaginn 13. apríl árið 1906. Hann settist að í París árið 1937. Beckett er eitt af höfuðskáldum 20. aldarinnar og liggur eftir hann fjöldi leikrita, ljóða og smásagna. Beckett hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969. Hann lést í París árið 1989. Beðið eftir Godot var fyrst frumsýnt 5. janúar 1953 í Theatre de Babylone, París.
Kvenfélagið Garpur var stofnað árið 2003 af nokkrum ungum leikkonum með það í huga að skoða birtingarmyndir kvenna, hlutverk þeirra og hlutverkaleysi í heiminum sem og á leiksviði. Hér birtast leikararnir Hannes, Smári, Dóri Maack og Nonni Bö í þessari tímamótauppfærslu af Beðið eftir Godot. Þeir eru andlega skyldir leikkonunum Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Halldóru Geirharðsdóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur.