Entries by Ragnhildur Rós

Litaland

Heiti verks Litaland Lengd verks 62 mín Tegund Barnaleikhúsverk Um verkið Litaland segir frá grunnlitunum, gulum, rauðum og bláum. Að vísu kalla þau sig Gulverja, Rauðingja og Bláverja svo það er betra að hafa þetta rétt. Hver litur byggir sinn eigin heim í Litalandi og til að byrja með eru nú ekki mikil samskipti á […]

Jólaflækja

Heiti verks Jólaflækja Lengd verks Uþb 50 mín Tegund Barnaleikhúsverk Um verkið Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Kryddstaukar verða hljóðfæri og baunadósir dansa. Hann er hinsvegar mikill klaufabárður. Honum er til dæmis lífsins ómögulegt að elda jólahangikjötið án […]

Íslenski fíllinn

Heiti verks Íslenski fíllinn Lengd verks 55 mín. Tegund Barnaleikhúsverk Um verkið Miklir þurrkar geisa í Afríku – lítill, munaðarlaus fílsungi vill ekki farast. Hann hittir kríu sem hvíslar í eyra hans ævintýralegri sögu af eyju í norðri, þar sem finna megi óþrjótandi vatn í öllum mögulegum myndum. Fílsunginn ákveður að leggja upp í langt […]

Fjarskaland

Heiti verks Fjarskaland Tegund Barnaleikhúsverk Um verkið – Eldfjörug barnasýning með heillandi tónlist um spennandi hættuför inn í land ævintýranna! – Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima. En þar ríkir neyðarástand. Við mannfólkið erum hætt að lesa ævintýrin og þess vegna eru þau að gleymast og eyðast. Dóra leggur upp […]

Fjaðrafok

Heiti verks Fjaðrafok Lengd verks 40 mínútur Tegund Barnaleikhúsverk Um verkið Fjaðrafok fjallar um tvo fuglsunga, en fylgst er með þeim frá því að þeir klekjast út úr eggi sínu og leiðum þeirra til að ná færninni til að fljúga af stað. Fjaðrafok er nýtt verk ætlað börnum frá 2 ára aldri. Verkið er samstarfsverkefni […]

Blái hnötturinn

Heiti verks Blái hnötturinn Lengd verks Uþb 2 klst 15 mín Tegund Barnaleikhúsverk Um verkið Lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum. Þau sofa þegar þau eru þreytt, borða þegar þau eru svöng og leika sér þegar þeim dettur í hug. Kvöld eitt birtist stjarna á himnum […]

Á eigin fótum

Heiti verks Á eigin fótum Lengd verks 40 min Tegund Barnaleikhúsverk Um verkið Á eigin fótum fjallar um Ninnu, sex ára uppátækjasama stelpu sem túlkuð er af Bunraku brúðu. Ninna sem býr í Reykjavík á millistríðsárunum, er send ein í afskekkta sveit sumarlangt. Nýju heimkynnin eru henni framandi og umhverfið alger andstæða þess sem hún […]

Vera

Heiti verks VERA Lengd verks 30min-2klst Tegund Dansverk Um verkið VERA er lifandi sviðlistainnsetning (e. live performance installation), þar sem flytjendur notast við 3 miðla; dans, tónlist og video. Allir flytjendur spinna allir í gegnum sinni miðil og verkið skapast að öllu leyti á líðandi stundu. VERA er einsog þrívíddar-gluggi inn í andartakið sem líður […]

Shrine

Heiti verks Shrine Lengd verks 45 mínútúr Tegund Dansverk Um verkið Shrine eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson kveiknaði út frá myndinni Dies Irae. Manneskjan hefur innréttað flókinn heim úr myndum, táknum og – ekki síst – orðum. Við notum þau til þess að ljá tilverunni merkingu. Sum orð eiga sér aðdraganda, eins og enska […]

Shades of History

Heiti verks Shades of History Lengd verks 40 mínútur Tegund Dansverk Um verkið Shades of History birtist okkur sem óþekktur og dáleiðandi sviðsgaldur. Líkamlegur blekkingarleikur, rekinn áfram af hinni innri þrá dansarans að hverfa á bak við hreyfingarnar sjálfar. Dansandi líkami Katrínar, með allri sinni þörf fyrir hvíld, erfiðar til þess að gera sig ósýnilegan […]