Entries by Ragnhildur Rós

Nýjustu Fréttir

Heiti verks Nýjustu Fréttir Lengd verks 50-55 minutur Tegund Sviðsverk Um verkið Nýjustu Fréttir er nýtt íslenskt brúðuleikhúsverk fyrir fullorðna sem fjallar um samband okkar við fréttir. Sviðssetning VaVaVoom leikhópurinn vann sýninguna á „devised“ hátt, þar sem allur hópurinn tók þátt í að skapa verkið frá grunni. Verkið er unnið í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Frumsýningardagur […]

NÚNA!

Heiti verks NÚNA! Lengd verks Tvær klukkustundir og þrjátíu mínútur Tegund Sviðsverk Um verkið Ung og öflug leikskáld sameina krafta sína „Komdu þér úr mussunni, krútt!“ Í fyrravetur fékk Borgarleikhúsið sex ung leikskáld til að skrifa stutt verk um íslenskan samtíma. Þrjú þessara verka voru valin til sviðsetningar. Raddirnar í verkunum eru ólíkar en þau […]

Nú er himneska sumarið komið

Heiti verks Nú er himneska sumarið komið Lengd verks 1 1/2 klst Tegund Sviðsverk Um verkið Ung kona flýr erfiðleika í ástarlífi sínu og heimsækir afa sinn sem hefur búið einn með minningum sínum um látna eiginkonu. Minningar, gleði, sorg og söknuður í sögu um eilífa ást. Sviðssetning Verkið er sett upp í Dillonshúsi á […]

Nóttin nærist á deginum

Lengd verks Ein klukkustund og þrjátíu mínútur Tegund Sviðsverk Um verkið Hjón á fimmtugsaldri standa allslaus og ein eftir hrunið. Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi með kjallaraíbúð sem var ætluð dóttur þeirra þegar hún kæmi heim úr sérnáminu. En hún er ekki á leiðinni heim. Eiginmaðurinn ákveður að gera allt sem í hans valdi stendur […]

Mýs og menn

Heiti verks Mýs og menn Lengd verks Tvær klukkustundir og tuttugu mínútur Tegund Sviðsverk Um verkið George og Lennie eru farandverkamenn sem flakka saman á milli vinnustaða. Annar er risavaxinn og barnslegur, hinn smávaxinn en lífsreyndur. Þeir vinna til að lifa af og þrauka en deila saman fjarlægum draumi um betra líf. Það er draumurinn […]

Með fulla vasa af grjóti

Heiti verks Með fulla vasa af grjóti Lengd verks 2 klst. 30 min. Tegund Sviðsverk Um verkið Ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum aftur á svið. Bráðskemmtilegt verk, fullt af leiftrandi gamansemi og hlýju. Með fulla vasa af grjóti var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í árslok 2000 og fékk frábærar viðtökur. Sýningar urðu alls 180 […]

Mary Poppins

Heiti verks Mary Poppins Tegund Sviðsverk Um verkið Allt getur gerst í söngleiknum um Mary Poppins – ef þú leyfir því að gerast! Hér er ekkert venjulegt leikverk á ferðinni; sagan er leiftrandi og sjónarspilinu eru engin takmörk sett. Áhorfendur fylgjast með Mary Poppins lífga upp á heimilislífið í Kirsutrjárunni, breyta grárri Lundúnaborg í litríkt […]

Macbeth

Heiti verks Macbeth Lengd verks 2 klst. Tegund Sviðsverk Um verkið Hið kynngimagnaða og blóðuga verk skáldjöfursins mikla, um metorðagirndina og hryllinginn sem hún getur leitt þá út í sem verða þrælar hennar. Á nýjan leik glímir hinn margverðlaunaði leikstjóri Benedict Andrews við Shakespeare á íslensku leiksviði. Því er spáð fyrir herforingjanum Macbeth að hann […]

Lög unga fólksins

Heiti verks Lög unga fólksins Lengd verks 120 mínútur Tegund Sviðsverk Um verkið LA fær til liðs við sig í vetur framandverkaflokkinn Kviss Búmm Bang til að búa til verk með og fyrir unglinga. Eva Rún Snorradóttir, Eva Björk Kaaber og Vilborg Ólafsdóttir hafa getið sér gott orð fyrir þátttakandaleikhús sitt sem þykir einstakt í […]

Lúkas

Heiti verks Lúkas Lengd verks Um klukkustund Tegund Sviðsverk Um verkið Lúkas var fyrst sett á svið í Þjóðleikhúsinu árið 1975 og vakti mikla athygli en hefur legið ósnert síðan þá hérlendis. Hinsvegar hefur verkið verið sett upp í Englandi, Þýskalandi og víðar og eftir því hefur verið gerð eistnesk kvikmynd. Verkið fjallar í stuttu […]