Entries by Ragnhildur Rós

Djúpið

Djúpið Sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur Strit Sýningarstaður Borgarleikhúsið, Litla svið Frumsýning 5. júní 2009 Tegund verks Einleikur Bátur heldur úr höfn rétt fyrir dögun. Menn ýmist fleygja sér í koju eða halda sér vakandi á sígarettum, kaffi og veltingi. Enginn hefur minnsta grun um hvað er í vændum. Hér er komið nýtt, íslenskt verk sem leikhús […]

Brennuvargarnir

Brennuvargarnir Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið Frumsýning 16. október 2009 Tegund verks Leiksýning Magnað verk um hugleysi og græðgi. Brennuvargarnir er eitt af frægustu leikritum 20. aldarinnar, bráðfyndin og óvægin þjóðfélagsádeila. Verkið var frumsýnt í Sviss fyrir rúmri hálfri öld, og hefur síðan þá verið leikið í fjölda uppsetninga víðs vegar um heim. Góðborgarinn […]

Biðin

Sviðssetning Akureyrarvaka Draumaraddir Ópera Skagafjarðar Sýningarstaður Iðnó Frumsýning 4. september 2009 Tegund verks Ópera Biðin eftir Mikael Tariverdiev er mónó-ópera í einum þætti sem var frumsýnd árið 1986. Þessi ópera er um einmana konu, söngkonu sem bíður eftir draumaprinsinum með mikilli örvæntingu. Öll óperan á sér stað að hausti á rómantísku rússnesku torgi.  Konan á […]

Ástardrykkurinn

Ástardrykkurinn Sviðssetning Íslenska óperan Sýningarstaður Íslenska óperan Frumsýning 25. október 2009 Tegund verks Ópera Ástardrykkurinn (L’elisir d’amore) eftir Donizetti var saminn árið 1832 og þykir ein skemmtilegasta ópera tónbókmenntanna. Í þessari gamanóperu, sem er lífleg ástarsaga, segir frá hinum unga sveitastrák Nemorino sem er ástfanginn af hinni ríku og fögru Adinu, en herforinginn Belcore hefur […]

Af ástum manns og hrærivélar

Sviðssetning CommonNonsense Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Kassinn Frumsýning 20. maí 2010 Tegund verks Leiksýning Hjartnæmur heimilistækjasirkus með látbragðsleikaranum Kristjáni Ingimarssyni og hinni fjölhæfu leikkonu Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Tugþraut í tengiflugi, nilfisksjónhverfingar, hrærivélasamdrættir og fleiri töfrandi uppákomur hjá þessu undursamlega sambýlisfólki. Einstakur húmor, færni og hugmyndaflug hafa verið einkennismerki listafólksins sem kemur að þessu verki, en fjórmenningarnir […]

39 þrep

39 þrep Sviðssetning Leikfélag Akureyrar Sýningarstaður Samkomuhúsið Frumsýning 8. Janúar 2010 Tegund verks Leiksýning 39 þrep er leikgerð eftir Patrick Barlow byggð á hugmynd Simon Corble og Nobby Dimon. Sagan gerist árið 1935 og segir frá hinum dekraða glaumgosa Richard Hannay, sem er vanur ljúfu lífi bresku yfirstéttarinnar, en sogast skyndilega inn í æsispennandi atburðarás […]

Náföl

Náföl Það er komið kvöld 1. apríl 2011 og útvarpsþátturinn ,,Kallinn“ er kominn í loftið. Það verður nóg að gera hjá Kallinum í kvöld; hann þarf að gefa partýpakka, draga í póstkortaleiknum og svo fær hann auðvitað miðbæjarskýrslu frá félaga sínum, honum Marteini. En þegar Marteinn hringir í hann í beinni og segir honum frá […]

Í speglinum sefur kónguló 

Í speglinum sefur kónguló  Verkið fjallar um stelpu og strák sem stofnun hefur valið til að eignast saman barn. Leikritið gerist í óvenju velskipulagðri borg þar sem mannlegum breyskleika hefur verið sagt stríð á hendur og framfarir í vísindum hafa þróað manneskjuna svo nú fæðist fólk kvillalaust og nær fullkomið á líkama og sál. Borgin […]

Herbergi 408

Herbergi 408 Herbergi 408 er farsakenndur þriller sem fjallar um hjónin Önnu og Einar og dóttur þeirra Sonju sem virðast lifa hamingjusömu lífi í smábæ úti á landi. En þegar náin vinkona fjölskyldunnar deyr á dularfullan hátt fara hlutirnir á verri veg, ýmislegt kemur í ljós um hina yfirborðsfáguðu fjölskyldu og af stað fer ógnvænleg […]

Haukur og Lilja

Haukur og Lilja Haukur og Lilja eru á leið í veislu.Hún veit ekki í hvaða kjól hún á að fara, hún vill að Haukur ákveði það. Tíminn líður og veislan bíður meðan Lilja af veikum mætti reyna að vinna bug á óttanum sem hefur gagntekið hana. Kemur hún of snemma? Á hún að halda ræðu? […]