Entries by Ragnhildur Rós

Sannleikurinn um lífið

Sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur Staðsetning Borgarleikhúsið, Litla svið Frumsýning 6. febrúar 2009 Tegund verks Einleikur Pétur Jóhann Sigfússon þeysist um víðan völl í uppljóstrun sinni um lífsins sannleika í nýju verki eftir Sigurjón Kjartansson. Hinn alvitri þykist hafa fundið tilgang lífsins. Í Sannleikanum um lífið fást svör við spurningum eins og: Er dagurinn styttri hjá hundum? […]

Rústað

Sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur Staðsetning Borgarleikhúsið, Nýja svið Frumsýning 29. janúar 2009 Tegund verks Leiksýning Þrjár manneskjur á venjulegu hótelherbergi. Áður en nóttin er liðin hefur herbergið umbreyst í vígvöll þar sem myrkustu hliðar mannsins eru afhjúpaðar. Sjaldan eða aldrei hefur verið fjallað um ofbeldi á jafn vægðarlausan hátt. Þrátt fyrir það er það í raun […]

Pétur og Einar

Sviðssetning Komedíuleikhúsið Sýningarstaður Einarshús Frumsýning September 2008 Tegund verks Einleikur Elfar Logi túlkar líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir […]

Pagliacci

Sviðssetning Íslenska óperan Sýningarstaður Íslenska óperan Frumsýning 19. september 2008  Tegund verks Ópera Cavalleria Rusticana og Pagliacci verða sýndar í fyrsta skipti saman í Íslensku óperunni í haust, en í hugum margra eru þessar tvær óperur tengdar sterkum böndum, og því hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að þær séu sýndar saman. Hér er um […]

Óþelló Parkour

Sviðssetning Leikfélagið Láki Sýningarstaður Framhaldsskólar Íslenska óperan Frumsýning Nóvember 2008 Tegund verks Leiksýning  Leikfélagið Láki er 12 manna leikhópur sem um þessar mundir fer með hið þekkta verk Shakespears, Óþelló, á mjög óvenjulegan hátt þar sem jaðaríþrótt er blandað inn í dramatíkina. Þetta er farandsýning með færanlega leikmynd og sýna þau í menntaskólum á landinu. […]

Óskar og bleikklædda konan

Sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur Staðsetning Borgarleikhúsið, Litla svið Frumsýning 6. mars 2009 Tegund verks Einleikur Sumar sögur eru svo mannbætandi að skylda ætti fólk til að lesa þær. Óskar og bleikklædda konan segir af Óskari, tíu ára einstökum dreng, sem veit það sem enginn þorir að segja honum, að hann á skammt eftir ólifað. Eldri kona […]

Ódó á gjaldbuxum – þjóðleg hrollvekja

Sviðssetning Gjóla Leikhús Hafnarfjarðarleikhúsið Sýningarstaður Hafnarfjarðarleikhúsið Frumsýning 11. desember 2008 Tegund verks Leiksýning  Skrímslið skríður fram: Nú gefst fólki tækifæri til að hlusta á ótrúlega sögu slæðukonunnar af hennar eigin vörum í hennar eigin snautlegu umgjörð, en húsgögnin hafa verið flutt úr blokkaríbúðinni í Vogunum suður í Hafnarfjarðarleikhús.  Hún mun fara yfir feril sinn, frá […]

Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna

Sviðssetning Áhugaleikhús atvinnumanna Sýningarstaður Nýlistasafnið Frumsýning Mars 2009 Tegund verks Leiksýning Höfundur Steinunn Knútsdóttir Leikstjórn Steinunn Knútsdóttir Leikarar í aukahlutverki Árni Pétur Guðjónsson Magnús Guðmundsson Sveinn Ólafur Gunnarsson Leikkonur í aukahlutverki Aðalbjörg Árnadóttir Hera Eiríksdóttir Jórunn Sigurðardóttir Lára Sveinsdóttir Ólöf Ingólfsdóttir Leikmynd Ilmur Stefánsdóttir Búningar Ilmur Stefánsdóttir Tónlist Steinunn Knútsdóttir Hljóðmynd Steinunn Knútsdóttir

Músagildran

Sviðssetning Leikfélag Akureyrar Sýningarstaður Samkomuhúsið Frumsýning Haust 2008 Tegund verks Leiksýning Óveður geisar um sunnanvert landið. Hópur ferðalanga verður innlyksa yfir páskana í Skíðaskálanum í Hegradölum. Veður fer versnandi, snjórinn hleðst upp – og fyrr en varir taka líkin að hlaðast upp. Ekki líður á löngu uns gestirnir átta sig á að morðinginn er á […]

Milljarðamærin snýr aftur

Sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur Staðsetning Borgarleikhús, Stóra svið Frumsýning Febrúar 2009 Tegund verks Leiksýning Lítill ótilgreindur smábær má muna fífil sinn fegurri, veisluhöldin eru búin og peningarnir á þrotum. Þegar fréttist að Milljarðamærin sé væntanleg aftur heim vaknar hjá íbúunum von um að hún láti eitthvað af auðæfum sínum renna til samfélagsins. Milljarðamærin, sem hrökklaðist úr bænum […]