Entries by Ragnhildur Rós

Óvitar

Sviðssetning Leikfélag Akureyrar Sýningarstaður Samkomuhúsið Frumsýning 15. september 2007 Tegund Barnaverk Í Óvitum er allt á hvolfi. Þar minnkar maður með aldrinum, fullorðnir leika börn og börnin leika þá fullorðnu. Það er þó ekki fyrr en Finnur strýkur að heiman sem allt fer endanlega í háaloft. Lögreglan og hjálparsveitirnar hefja leit, pabbi og mamma eru […]

Óráðni maðurinn

Sviðssetning Stopp-Leikhópurinn Sýningarstaður Grunn- og framhaldsskólarnir Frumsýning 22. september 2007 Tegund Barnaverk – Unglingasýning Í þessu nýjasta leikriti Þorvalds Þorsteinssonar, sem hann skrifaði sérstaklega fyrir leikhópinn, er viðfangsefnið í senn sígilt og óvenjulegt; nefnilega leit mannsins að „réttu útgáfunni“ af sjálfum sér inni í öllum þeim aragrúa hlutverka sem hann verður að leika á lífsleiðinni. […]

Lápur, Skrápur og jólaskapið

Sviðssetning Kraðak Sýningarstaður Skemmtihúsið Frumsýning 1. desember 2007 Tegund Barnaverk Lápur, Skrápur og jólaskapið er nýtt íslenskt jólaleikrit fyrir alla fjölskylduna. Leikritið er eftir Snæbjörn Ragnarsson, en hann er meðal annars einn af höfundum Ævintýra Stígs og Snæfríðar úr Stundinni okkar og Jólaævintýris Hugleiks. Verkið fjallar um tvo Grýlusyni, þá Láp og Skráp. Þeir eru […]

Jólasveinar Grýlusynir

Sviðssetning Kómedíuleikhúsið Sýningarstaður Tjöruhúsið Frumsýnt 17. nóvember 2007 Tegund Barnaverk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði frumsýnir nýtt íslenskt jólaleikrit sem heitir Jólasveinar Grýlusynir og er einleikur einsog flest verk Kómedíuleikhússins. Höfundar eru þau Elfar Loga Hannesson og Soffía Vagnsdóttur. Hér er á ferðinni leikur um gömlu íslensku jólasveinanna og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu […]

Gott kvöld

Sviðssetning Þjóðleikhúsið Sýningarstaður Þjóðleikhúsið, Kúlan  Frumsýning 23. september 2007 Tegund Barnaverk Gott kvöld, nýtt barnaleikrit eftir hina vinsælu bókverkakonu Áslaugu Jónsdóttur er sýnt í Kúlunni á Lindargötu 7. Áslaug byggir leikritið á samnefndri bók sinni sem kom út fyrir tveimur árum, en hún hefur unnið verkið að nýju fyrir leikhús og meðal annars samið nýja […]

Gosi

Sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur Sýningarstaður Borgarleikhúsið, Stóra svið Frumsýnt 13. október Tegund Barnaverk Allir þekkja ævintýrið um Gosa. Leikfangasmiðurinn barnlausi, Jakob, sker út strengjabrúðu á töfrastund og brúðan lifnar við. Þarna reynist vera ótaminn og óstýrilátur strákur, Gosi að nafni. Hann óhlýðnast föður sínum og í stað þess að mæta í skólann stefnir Gosi á vit […]

Eldfærin

Sviðssetning Stopp-Leikhópurinn Sýningarstaður Grunnskólarnir Frumsýning 1. október 2007 Tegund Barnaverk Ævintýraeinleikur byggður á einni þekktustu sögu H. C. Andersen. Ævintýrið segir frá dáta nokkrum sem hittir norn á förnum vegi, hún biður hann að sækja eldfærin sín niður í tré þar rétt hjá en því fylgir að hann þarf að hitta þrjá stóra hunda sem […]

Ég á mig sjálf

Sviðssetning Draumasmiðjan Sýningarstaður Grunnskólarnir Frumsýning 10. október 2007 Tegund Barnaverk Ég á mig sjálf er spennandi forvarnarverk um átröskunarsjúkdóminn anorexíu. Verkið Leikritið sýnir okkur samskipti mæðgna eina morgunstund þar sem fljótlega kemur í ljós að átröskunarsjúkdómurinn anorexía hefur náð tökum á dótturinni á nýjan leik. Þetta er áhrifamikið verk um þá blekkingu sem litar allt […]

Bara í draumi

Sviðssetning Frú Norma Sýningarstaður Sláturhúsið Frumsýning 28. júní 2007 Tegund Barnaverk Verkið fjallar um ungan dreng sem verður eina nóttina vitni að því að leikföngin hans lifna við. Er hann að dreyma? Geta bangsar bara talað í draumi? Eru höfuðáttirnar fjórar eða átta? Veðmál unga drengsins við leikfangahermanninn sinn leiðir þá í ævintýraferð sem drenginn […]

Aðventa

Sviðssetning Möguleikhúsið Sýningarstaður Möguleikhúsið Frumsýning 16. mars 2008 Tegund Barnaverk „Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu.“ Þannig hefst saga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa. Bókin kom út árið 1939 og er hún sú saga Gunnars sem sem víðast og oftast hefur verið gefin út. Hún kom fyrst út á […]