At
Heiti verks
At
Lengd verks
1 klst 15 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Tvö störf. Þrír umsækjendur. Andrúmsloftið er rafmagnað. Vinnufélagar bíða eftir mikilvægu starfsviðtali og fjandinn er laus. Fals og lygi svífa yfir vötnum. Persónurnar leggja sig fram um að atast hver í annarri af grimmilegu miskunnarleysi. Staðan er fullkomlega ótrygg og áhorfendur komast ekki hjá því að sogast inn í keppnina. Samviskubitið gerir sig líklegt til að naga okkur inn að beini. Leikskáldið bendir á nístingskaldan sannleikann um okkur sjálf. Enginn vill vera í hlutverki þess sem tapar. Mike Bartlett (1980) er eitt helsta og afkastamesta leikskáld Breta um þessar mundir. Hann hefur sent frá sér fjölmörg verk á undanförnum árum, At var frumsýnt 2013 og endursýnt í Young Vic leikhúsinu í London 2015 þar sem það hlaut frábærar viðtökur og var sýnt fyrir fullu húsi í margar vikur. At hlaut bresku leiklistarverðlaunin Olivier árið 2013 sem besta nýja leikritið.
Frumsýningardagur
18. september, 2015
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Nýja svið
Leikskáld
Mike Bartlett
Leikstjóri
Kristín Eysteinsdóttir
Tónskáld
Hallur Ingólfsson
Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen
Lýsing
Þórður Orri Pétursson
Búningahönnuður
Gretar Reynisson
Leikmynd
Gretar Reynisson
Leikarar
Eysteinn Sigurðarson
Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Valur Freyr Einarsson
Leikkonur
Vala Kristín Eiríksdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is