Álfahöllin
Heiti verks
Álfahöllin
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson, unnin í samvinnu við listafólk Þjóðleikhússins.
Á Stóra sviði Þjóðleikhússins, í álfahöllinni miðri, sviðsetur Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og samverkafólk hans þætti úr sögu íslenskrar leiklistar.
Er leikhúsið síðasti raunverulegi samkomustaður samfélagsins, á tímum netvæddra samskipta og einstaklingstækja? Er leikhúsið staður þar sem er hægt að brúa bilin í samfélagi okkar?
Listafólk leikhússins leggur af stað í óvissuferð, með gleði, sköpunarkraft og mennsku í farteskinu, og býður þjóðinni upp á tækifæri til þess að hittast og skoða sjálfa sig í spegli listarinnar.
„Þegar ég byrjaði á uppdrættinum, komu strax í hug minn þjóðsögur okkar um huldufólkið og hamrabergsmyndun okkar. Hvorttveggja þetta er rammíslenzkt. Í fátækt sinni dreymdi þjóðina, að hin dásamlega fegurð, skraut, ljós og ylur, væri í hýbýlum huldufólksins, hinum risavöxnu hömrum hins náttúrumeitlaða bergs. Á hugsjón þessari reisti ég Þjóðleikhúsið sem voldugan hamar, þar sem fegurð lífsins blasir við, þegar í hamarinn er gengið.“ – Guðjón Samúelsson, arkitekt Þjóðleikhússbyggingarinnar
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Frumsýningardagur
8. apríl, 2017
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Leikskáld
Þorleifur Örn Arnarsson
Leikstjóri
Þorleifur Örn Arnarsson
Tónskáld
Arnbjörg María Daníelsen
Hljóðmynd
Arnbjörg María Daníelsen og Elvar Geir Sævarsson
Lýsing
Jóhann Friðrik Ágústsson
Búningahönnuður
Sunneva Ása Weisshappel
Leikmynd
Börkur Jónsson
Leikarar
Arnar Jónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Baldur Trausti Hreinsson
Hallgrímur Ólafsson
Ólafur Egill Egilsson
Sigurður Þór Óskarsson
Þórir Sæmundsson
Leikkonur
Aldís Amah Hamilton
Lára Jóhanna Jónsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is