Ahhh
Heiti verks
Ahhh
Lengd verks
70
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Ahhh…
Ástin er að halda jafnvægi
nei fokk
ástin er að detta
Með texta Elísabetar Jökulsdóttur að vopni, syngur, dansar og leikur RaTaTam sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna í brotnum kabarett. Löngun manneskjunnar eftir ást er í forgrunni. Þráin eftir að tilheyra, vera elskaður og fá að elska. Finna fiðringinn og spennuna fyrir annarri manneskju en jafnframt vonbrigðin og einmanaleikann sem fyllir okkur ef ástin svíkur. Í ljóðum sínum og sögum fjallar Elísabet um ástina á marglitaðan hátt. Sannleikurinn berskjaldaður án umbúða snertir sálina í okkur og við finnum fyrir naktri mennskunni.
Á sama hátt og fleygur gengur í gegnum ástina í skáldaheimi Elísabetar þá rekum við fleyg í gegnum kabarettformið, skekkjum það og snúum uppá og náum þannig vonandi að opna nýja sýn á fyrirbærið ást.
Rauður er litur öfganna, hömlulausra tilfinninga, ástar og haturs. Rauður er litur blóðsins sem rennur um æðar okkar og fyllir okkur lífskrafti. Rautt er litur sviðsheimsins okkar sem verður að flækju, æðum og hnútum sem þjóna kabarettnum á allan mögulegan og ómögulegan máta.
Þar sem ástina skortir verður til ótti og þar sem ótti ríkir skapast ringulreið. Frá ringulreiðinni í verkinu Suss, heimildaverki um ofbeldi, leitar RaTaTam nú að ástinni í verkinu Ahhh…
Við bjóðum þig velkomna/inn í heiminn okkar, heim ástarinnar þar sem gleðin yfir lífinu og undrum þess ræður ríkjum.
–Leikhópurinn RaTaTam
Leikstjóri: Charlotte Boving.
Textar: Elísabet Jökulsdóttir.
Búningar og Leikmynd: Þórunn María Jónsdóttir.
Hljóðheimur: Helgi Svavar Helgason.
Hreyfingar: Hildur Magnúsdóttir.
Tónlist: Frumsamin eftir leikhópinn RaTaTam.
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson.
Leikarar: Albert Halldórsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
Halldóra Baldursdóttir & Laufey Elíasdóttir.
Tækniaðstoð: Stefán Vigfús Ingvarsson.
Framkvæmdastjóri RaTaTam: Halldóra Rut Baldursdóttir.
Framkvæmdarstjórn Ahhh: Hildur Magnúsdóttir & Gríma Kristjánsdóttir.
Ljósmyndir: Saga Sigurðardóttir.
Myndbönd: Ragnar Hansson.
Umbrot og myndbönd: Alexandra Baldursdóttir.
Önnur aðstoð: Guðrún Bjarnadóttir & Íris Stefanía Ágústsdóttir.
Sviðssetning
RaTaTam í samstarfi við Tjarnarbíó, heimili sjálfstæðra sviðslista.
Frumsýningardagur
9. febrúar, 2018
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
RaTaTam byggir verkið á sögum og ljóðum Elísabetar Jökulsdóttur
Leikstjóri
Charlotte Boving
Danshöfundur
Hildur Magnúsdóttir
Hljóðmynd
Helgi Svavar Helgason
Lýsing
Arnar Ingvarsson
Búningahönnuður
Þórunn María Jónsdóttir
Leikmynd
Þórunn María Jónsdóttir
Leikarar
Albert Halldórsson
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Leikkonur
Halldóra Rut Baldursdóttir
Laufey Elíasdóttir
Söngvari/söngvarar
Albert Halldórsson
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Halldóra Rut Baldursdóttir
Laufey Elíasdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/RaTaTaam/