Afmælisveislan

Afmælisveislan

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
15. mars 2012

Tegund verks
Leiksýning

„Ef við hefðum ekki komið í dag, þá hefðum við komið á morgun. Ég er samt ánægður með að við komum í dag. Annars hefðum við misst af afmælinu hans.“

Afmælisveislan er fyrsta leikrit Harolds Pinters (1930-2008) í fullri lengd. Það var frumflutt árið 1958 og þykir tímamótaverk í leiklistarsögunni. Leikritum Pinters hefur verið lýst sem „gamanleikjum ógnarinnar“ en þau einkennast af afar frumlegum og óvægnum húmor.

Stanley er fremur framtakslaus ungur maður, sem virðist áður hafa unnið fyrir sér sem píanóleikari. Hann lifir þó á vissan hátt við ákveðið öryggi þar sem hann býr í herbergi í niðurníddu gistihúsi í litlum bæ við sjávarsíðuna í Bretlandi, dekraður af eiginkonu gistihúseigandans. Skyndilega er honum kippt af afli út úr þessari veröld, þegar tveir dularfullir menn birtast til að „refsa“ honum fyrir glæpi sem óljóst er hverjir eiginlega eru. Eiginkona gistihúseigandans vill áköf halda afmælisveislu fyrir Stanley, en veislan breytist smám saman í sannkallaða martröð…

Höfundur
Harold Pinter

Þýðing
Bragi Ólafsson

Leikstjórn
Baltasar Kormákur

Leikarar
Björn Thors
Eggert Þorleifsson
Erlingur Gíslason

Ingvar E. Sigurðsson

Leikkona
Kristbjörg Kjeld
Þórunn Arna Kristjánsdóttir


Leikmynd:
Gretar Reynisson

Búningahönnuður:
Helga I. Stefánsdóttir