Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson
Heiti verks
Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson
Lengd verks
Tveir tímar með 20 mín. hléi.
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson er fyrir fjóra einsöngvara, barnakór og kammersveit. Persónur eru Baldursbrá, Spói, Rebbi, Hrútur og yrðlingar. Óperan gerist á heiðum Íslands. Spói segir Baldursbrá frá útsýninu ofan af ásnum og býður henni að koma með sér þangað upp. Baldursbrá er hins vegar bundin rótum og kemst hvergi. Spói fær Rebba til liðs við þau og saman bera þeir blómið upp á ásinn. Illilegur Hrútur eigrar þar um í leit að æti auk þess sem þar er kalt og enginn lækur að vökva blómið. Spói leitar aftur á náðir Rebba til þess að flytja hana niður í lautuna sína en Rebbi vill það ekki. Hrúturinn situr um líf Baldursbrár en yrðlingar Rebba eru í leit að Hrúti til þess að sanna sig og „komast til refs“. Blómið er í mikilli lífshættu og útlit er fyrir að innbyrðis átök meðal dýranna verði henni að falli en allt fer vel að lokum: dýrin sameinast um að koma Baldursbrá aftur heim í lautuna sína. Tónlistin byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum, svo sem rímnalögum. dönsum og þulum.
Sviðssetning
Ævintýraóperan Baldursbrá er sett upp í Norðurljósasal Hörpu. Sýningin er samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óperunnar og Hörpu.
Frumsýningardagur
29. ágúst, 2015
Frumsýningarstaður
Norðurljósasalur Hörpu
Leikskáld
Höfundur sögu: Gunnsteinn Ólafsson, höfundar texta: Böðvar Guðmundsson og Gunnsteinn Ólafsson
Leikstjóri
Sveinn Einarsson
Danshöfundur
Ingibjörg Björnsdóttir
Tónskáld
Gunnsteinn Ólafsson
Lýsing
Páll Ragnarsson
Búningahönnuður
Búningar: Kristína Berman, grímur: Messíana Tómasdóttir
Leikmynd
Sigurjón Jóhannsson
Söngvari/söngvarar
Baldursbrá: Fjóla Nikulásdóttir
Spói: Eyjólfur Eyjólfsson
Rebbi: Jón Svavar Jósefsson
Hrútur: Davíð Ólafsson
Dansari/dansarar
Kór yrðlinga:
Ásta Sigríður Arnardóttir 1. yrðlingur
Fanný Lísa Hevesi 2. yrðlingur
Ellert Blær Guðjónsson 3. yrðlingur
Áslaug Elísabet Gunnsteinsdóttir
Benedikt Gylfason
Guðrún Ýr Guðmundsdóttir
Helga Sonja Matthíasdóttir
Iðunn Helga Zimsen
Jóhann Egill Svavarsson
Rrezarta Jónsdóttir
Una Ragnarsdóttir
Youtube/Vimeo video
DVD-diskur af sýningunni verður sendur dómnefnd Grímunnar.
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
gunnsteinnolafsson.is
Ævintýraóperan Baldursbrá