A Thousand Tongues
Heiti verks
A Thousand Tongues
Lengd verks
50 mínútur
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Þúsund tungur – A thousand tongues
– Hið óræða haf sem skilur tvo heima
Í lok september n.k. verður sýnt á sviði Tjarnarbíós verkið A Thousand Tongues sem er í senn tónleikar og leiksýning. Myndir og tilfinningar lifna við á sviðinu í gegnum hefðbundna tónlist frá öllum heimshornum í flutningi dönsku söng-, leik- og tónlistarkonunnar Nini Juliu Bang, sem túlkar verkið á einstakan hátt. Nini syngur á tíu ólíkum tungumálum enda endurspeglar verkið margra ára ferðalag hennar um ólíka menningarheima landa á borð við Íran, Spán, Mongólíu, Georgíu og Ísland. Leikhúsgestir eru leiddir inn í veröld varnarleysis, einangrunar og hins óþekkta.
Leikstjóri verksins, hin bandaríska Samantha Shay, sótti innblástur í rödd Bang við sköpun dularfulls heims þar sem hljóð, vatn og ljós mætast á töfrandi hátt. A Thousand Tongues var heimsfrumsýnt á Ólympíumóti í leiklist sem haldið var í pólsku borginni Wroclaw, menningarhöfuðborg Evrópu 2016 og verður nú sýnt á Íslandi en aðeins tvisvar; þann 29. september og 1.október.
Sviðssetning
Sýninguna framleiðir alþjóðlegi listahópurinn Source Material en þetta er í annað sinn sem hópurinn sýnir á sviði Tjarnarbíós. Source Material heimsfrumsýndi óperuna of Light í Tjarnarbíói sumarið 2016 en sú sýning fékk mikla athygli þar á meðal frá Björk Guðmundsdóttur sem lofaði sýninguna í viðtali við The Guardian.
Frumsýningardagur
29. september, 2017
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
Nini Julia Bang
Leikstjóri
Samantha Shay
Danshöfundur
Samantha Shay
Tónskáld
Nini Julia Bang
Hljóðmynd
Nini Julia Bang
Lýsing
Nicole Pearce
Leikmynd
Source Material
Leikkonur
Nini Julia Bang
Söngvari/söngvarar
Nini Julia Bang
Dansari/dansarar
Nini Julia Bang
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.sourcematerialcollective.com/