A Teenage Songbook of Love and Sex
Heiti verks
A Teenage Songbook of Love and Sex
Lengd verks
45 mínútur
Tegund
Dansverk
Um verkið
A Teenage Choir of Love and Sex er kór sem samanstendur af ungu fólki á aldrinum 15-19 ára, þessi kór hefur skapað söngvasafn.
Kórinn syngur lög sem hann hefur samið sjálfur. Lögin fjalla öll um þeirra eigin reynslu af rómantískum samböndum og kynlífi. Meðlimir kórsins syngja fyrir sig en líka fyrir hvert annað. Kórinn ferðast um heiminn með söngvana og á hverjum stað sem þau heimsækja kynnast þau öðru ungu fólki og þau syngja saman lögin.
Þau syngja um ástina, forvitni, um það að missa mey/sveindóminn og um ástarsorgina. Þau syngja fyrir allar druslur, fyrir þau sem koma útúr skápnum en líka um kynferðislega misnotkun, ótta, bælingu og fleira og fleira.
Skilaboðin eru skýr: hvort sem þú ert að upplifa einhverjar nýjar víddir í þínu eigin kynlífi, ert að verða ástfangin/n, líður vandræðalega með eitthvað eða ert fórnarlamb kynferðisofbeldis o.s.frv. – þá ertu ekki ein/n/tt!
Sviðssetning
Reykjavík Dance Festival
Frumsýningardagur
22. nóvember, 2019
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó.
Danshöfundur
Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts
Tónskáld
Teitur Magnússon ásamt Alexander Roberts, Ásrúnu Magnúsdóttur og hópnum.
Leikarar
Söngvari/söngvarar
Lísbet Sveinsdóttir, Marta Ákadóttir, Salóme Júlíusdóttir, Una Barkadóttir, Karen Nordquist Ragnarsdóttir, Egill Andrason, Haukur Guðnason, Hanna Gréta Jónsdóttir og Karólína Einarsdóttir, Sverrir Gauti Svavarsson, Oliver Alí, Ísafold Kristín, Uloma Osuala, Katla Sigurðardóttir Snædal, Kolfinna Ingólfsdóttir.
Dansari/dansarar
Lísbet Sveinsdóttir, Marta Ákadóttir, Salóme Júlíusdóttir, Una Barkadóttir, Karen Nordquist Ragnarsdóttir, Egill Andrason, Haukur Guðnason, Hanna Gréta Jónsdóttir og Karólína Einarsdóttir, Sverrir Gauti Svavarsson, Oliver Alí, Ísafold Kristín, Uloma Osuala, Katla Sigurðardóttir Snædal, Kolfinna Ingólfsdóttir.