Húsið
Heiti verks
Húsið
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
– Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Fjölskylda, hvað er það? Heimili, hvað er það? –
Þjóðleikhúsið sýnir hið merka og óvenjulega verk Guðmundar Steinssonar Húsið, sem aldrei áður hefur verið sett á svið.
Páll og Inga eru vel stæð hjón sem eiga þrjá syni. Fjölskyldan flytur inn í nýtt og glæsilegt einbýlishús. Hjónin njóta þess að sýna vinum sínum nýja heimilið, en smám saman kemur í ljós að í húsinu stóra ráða ókennileg öfl sem þau mega sín lítils gegn. Fjarlægðin milli foreldranna og barnanna eykst, óboðnir gestir gera vart við sig og heimilið virðist vera varnarlaust.
Húsið er óvenjulegt verk, gætt miklum áhrifamætti. Á upplausnartímum í heiminum, þar sem við okkur blasir örvæntingarfull leit þjakaðs fólks að samastað, spyr það áleitinna spurninga um hverjir mega búa hvar.
Guðmundur Steinsson (1925-1996) er eitt helsta leikskáld Íslendinga. Hann var framsækinn og metnaðarfullur höfundur og þekktustu verk hans, Sólarferð og Stundarfriður, öðluðust miklar vinsældir. Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt eftirtalin leikrit Guðmundar: Forsetaefnið, Sólarferð (tvívegis), Stundarfrið, Garðveislu, Brúðarmyndina, Stakkaskipti og Lúkas.
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Frumsýningardagur
4. mars, 2017
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Leikskáld
Guðmundur Steinsson
Leikstjóri
Benedikt Erlingsson
Hljóðmynd
Davíð Þór Jónsson og Kristján Sigmundur Einarsson
Lýsing
Halldór Örn Óskarsson
Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir
Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson
Leikarar
Baldur Trausti Hreinsson,
Guðjón Davíð Karlsson,
Stefán Hallur Stefánsson,
Þröstur Leó Gunnarsson,
Arnmundur Ernst Backman
Snorri Engilbertsson
Jón Stefán Sigurðsson
Luis Lucas
Juan Carlos Peregrina Guarneros
Charlie Jose Falagan Gibbon
Muhammad Alzurqan
Javier Fernandez
Juan Camilo Roman Estrada
Jozef Pali
Cheick Ahmed Tidiane Bangoura
Leikkonur
Birgitta Birgisdóttir,
Kristbjörg Kjeld,
Lára Jóhanna Jónsdóttir,
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Aldís Amah Hamilton
Sheba Wanjiku
Olivia Andrea Barrios Schrader
Monika Kiburyte
Maria Beatriz Garcia
Marwa Abuzaid
Maya Moubarak
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is