Hún pabbi
Heiti verks
Hún pabbi
Lengd verks
75 mínútur
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Hannes Óli Ágústsson, leikari, hélt að hann ætti bara „venjulegan pabba“ en faðir hans var andlega fjarlægur í uppeldi Hannesar. Það átti rætur að rekja til leyndarmáls sem var vandlega falið. Dag einn breyttist allt.
Karlinn sem ól hann upp lét sig hverfa og fram steig Anna Margrét Grétarsdóttir, þá 57 ára gömul. Hún tilkynnti eiginkonu sinni til 30 ára og börnum þeirra tveimur að hún væri í raun ekki sá sem þau héldu öll þessi ár.
Hún var ekki Ágúst Már, heldur Anna Margrét.
Í verkinu Hún pabbi leitar Hannes Óli leiða til að skilja pabba sinn, finna svör við hugsanaskekkjum og þeim spurningum sem leita á huga hans í kjölfar breytinganna. Hann leitar í minningar og dægurmenningu eftir hjálp til að takast á við breytta heimsmynd. Hvernig er rétt að bregðast við í aðstæðum sem þessum og hvað felst í því að vera tillitssamur gagnvart sínum nánustu?
Öll erum við á einhvern hátt að framleiða „hina fullkomnu“ útgáfu af sjálfum okkur til þess að uppfylla ýmsar kröfur samfélagsins. Ástæður geta verið margar; skömm, ótti eða jafnvel einhvers konar „tillitssemi“ í garð sinna nánustu. Óttinn við að særa og verða öðrum til skammar. En hvenær hefur framleiðslan gengið of langt? Hvenær höfum við misst sjónar á því hver við raunverulega erum? Og skiptir það einhverju máli?
Sviðssetning
Einleikur á sviði þar sem notast er við leik, dans, myndir, bók og bíómyndir.
Frumsýningardagur
6. janúar, 2017
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið
Leikskáld
Kara Hergils og Halla Þórlaug Óskarsdóttir
Leikstjóri
Pétur Ármansson
Danshöfundur
Kara Hergils
Tónskáld
Högni Egilsson
Lýsing
Kjartan Darri Kristjánsson
Leikmynd
Þórdís Erla Zoega
Leikarar
Hannes Óli Ágústsson