Helgi magri

Heiti verks
Helgi magri

Lengd verks
80 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Söguleg, kómísk, kosmísk og kærleiksrík spunasýning!

„Við hljótum að geta bjargað þessu hræðilega leikriti!“

Geta trúðar sviðsett „versta“ leikrit Íslandssögunnar? Fjórir trúðar hafa í kærleika og einlægni tekið að sér það krefjandi verkefni að sviðsetja leikrit Matthíasar Jochumssonar sem var frumsýnt í skemmu á Eyrinni árið 1890 í tilefni af þúsund ára afmæli landnáms í Eyjafirði. Uppsetningin fyrir 125 árum síðan var íburðarmikil og glæsileg en sú uppfærsla er fyrsta og eina uppsetningin á verkinu . Hvers vegna hefur verkið ekki verið sett upp síðan þá? Svarið virðist liggja í augum uppi þegar höfundurinn sjálfur talar um það sem „sáraófullkomið drama“. Verkið er einfaldlega ekki nógu gott. Hvað er þá til ráða? Geta trúðar, sem eru fróðir og forvitnir um allt sem viðkemur Eyjafirði, náð að glæða verkið lífi?

Sviðssetning
Leikfélags Akureyrar

Frumsýningardagur
2. september, 2016

Frumsýningarstaður
Samkomuhúsið

Leikskáld
Leikhópurinn

Leikstjóri
Jón Páll Eyjólfsson

Hljóðmynd
Leikhópurinn

Lýsing
Þóroddur Ingvarsson

Búningahönnuður
Leikhópurinn

Leikmynd
Leikhópurinn

Leikarar
Benedikt Karl Gröndal
Kjartan Darri Kjartansson

Leikkonur
Halldóra Malín Pétursdóttir
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
Mak.is