Glæðingamessa
Heiti verks
Glæðingamessa
Lengd verks
90 mínútur
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Við skulum koma saman. Við þurfum að spjalla. Eða ekki spjalla heldur syngja. Já, við vitum að þetta er kirkja en í kvöld er hún svo miklu miklu meira. Við skulum ekkert flækja þetta.
Karōshi er japanskt orð og þýðir dauði sökum yfirvinnu. Ár hvert detta þúsundir manna dauðir niður af völdum vinnu og um daginn hrundi vinur minn niður í vinnunni sinni og gat ekki staðið upp aftur. Og stundum á ég mjög erfitt með að sjá til hvers ég er að svara öllum þessum emailum.
Svo við skulum aðeins koma sama, samfélag á öruggum stað. Eitthvað sem er kunnuglegt eins og tónleikar með uppáhalds hljómsveitinni þinni, eða ritúalið í sunnudagsmessunni. En samt með ákveðinni fjarlægð eins og í performans eða þegar þú heyrir óvart samtal ókunnugs fólks.
Við ætlum að snerta á þessu viðkvæma málefni sem við þurfum að horfast í augu við, eins mikið og við vildum að það væri ekki svo þá erum við að brenna út.
Frumsýningardagur
27. ágúst, 2016
Frumsýningarstaður
Fríkirkjan
Leikskáld
Sigríður Eir Zoph. og Vala Höskuldsdóttir
Leikstjóri
Sigríður Eir Zoph. og Vala Höskuldsdóttir
Tónskáld
Hljómsveitin Eva
Hljóðmynd
Hljómsveitin Eva
Leikarar
Vala Höskuldsdóttir
Sigríður Eir Zoph.
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/HljomsveitinEva/?fref=ts