Fákafen

Heiti verks
Fákafen

Lengd verks
32 mín

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
Í Fákafeni er nuddstofa þar sem leikritin gerast í líkamanum. Sum þeirra gerðust fyrir löngu síðan en önnur eru í stöðugu rennsli. Formaldehíði hefur verið hellt á gólfið á vinnustöðum fólks í formi plastparkets og aðrir hafa farið um lönd þar sem skordýraeitri hefur verið úðað. Eitrið felur sig í lífríkinu og í liðamótum fólks og því kannski best að reyna að halda sig utan við öll kerfi, þar með talið taugakerfið.

Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið

Frumsýningardagur
13. janúar, 2018

Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV

Leikskáld
Kristín Eiríksdóttir

Leikstjóri
Kolfinna Nikulásdóttir

Tónskáld
Þórunn Gréta Sigurðardóttir

Hljóðmynd
Einar Sigurðsson – hljóðvinnsla

Leikarar
Agnar Jón Egilsson og Jóhann Kristófer Stefánsson.

Leikkonur
Arndís Hrönn Egilsdóttir og Elma Stefanía Ágústsdóttir.

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus