Skúmaskot
Heiti verks
Skúmaskot
Lengd verks
Uþb 1 klst og 40 mín
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Þessi furðulegi dagur byrjar á beljubúningi
og dósaslysi í lífrænni baunabúð en endar á
lífshættu í iðrum jarðar.
Eftir örlagaríkt rifrildi við Völu stóru systur
ákveður Rúna að elta dularfullt skilti sem lofar
friði frá óþolandi ættingjum og lífi eftir eigin
höfði. Fyrr en varir er hún búin að líma á sig
yfirskegg og komin inn í skröltandi lyftu ásamt
ókunnugri konu – niðri í Skúmaskotum bíður
systranna ævintýri og þar er ekki allt sem
sýnist.
Rúna verður viðskila við Völu og nú þarf hún
að standa sig ein og óstudd í ógnvænlegum
undirheimum þar sem undarleg trédýr sækja
að henni og hættuleg skúmaskot leynast við
hvert fótmál.
Skúmaskot er spennandi og bráðfyndið leikrit
fyrir krakka á öllum aldri. Þrátt fyrir lífleg
efnistök fjallar verkið undir niðri um óttann
við hið óþekkta og einangrandi áhrif kvíða og
vanlíðunar.
Salka Guðmundsdóttir er eitt öflugasta og
athyglisverðasta leikskáld okkar af yngri
kynslóð. Hún var leikskáld Borgarleikhússins
á síðasta leikári og skrifaði Skúmaskot
sérstaklega fyrir húsið.
Sviðssetning
Borgarleikhús
Frumsýningardagur
6. janúar, 2018
Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Litla svið
Leikskáld
Salka Guðmundsdóttir
Leikstjóri
Gréta Kristín Ómarsdóttir
Tónskáld
Axel Ingi Árnason
Hljóðmynd
Axel Ingi Árnason og Ólafur Örn Thoroddsen
Leikmynd
Juliette Louste
Leikarar
Halldór Gylfason
Leikkonur
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Vala Kristín Eiríksdóttir
Maríanna Clara Lúthersdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is