Tilnefningar til Grímunnar 2023
Rétt í þessu voru tilnefningar til Grímunnar – Íslensku sviðlistaverðlaunanna tilkynntar í Tjarnarbíói.
Í ár voru 53 sviðsverk skráð af leikhúsum og sviðslistahópum í Grímuna, 9 óperur, 5 dansverk og 39 leikverk.
Valnefnd skipuð 9 fulltrúum hefur fjallað um sýningar leikársins. Meðlimir valnefndar eru fagfólk sem sinnir starfi sínu sem einstaklingar og meta framlög út frá eigin sannfæringu. Hún hefur valið 3-5 einstaklinga, teymi eða verk í hverjum verðlaunaflokki í forvali Grímunnar er hljóta tilnefningu. Í aðalvali velur nefndin sigurvegara í hverjum flokki og verða verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu að kvöldi miðvikudagsins 14. júní nk og í beinni útsendingu á RÚV.
Tilnefnt er í 17 verðlaunaflokkum að þessu sinni: Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari og leikkona í aðalhlutverki, leikari og leikkona í aukahlutverki, leikmynd, búningar og lýsing ársins, tónlist og hljóðmynd ársins, söngvari ársins, dans- og sviðshreyfingar, dansari og danshöfundur ársins og Sproti ársins sem hóf göngu sína árið 2012. Að auki verða verðlaun fyrir barnasýningu ársins og heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands veitt á verðlaunahátíðinni þann 14. júní nk. Heiðursverðlaunin eru veitt einstaklingi er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista á Íslandi.
Tilnefningar – Gríman 2023
Sýning ársins
Chicago – Sviðssetning – Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Ellen B. – Sviðssetning – Þjóðleikhúsið
Ex – Sviðssetning – Þjóðleikhúsið
Geigengeist – Sviðssetning Geigen í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Íslandsklukkan – Sviðssetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Leikrit ársins
Á eigin vegum leikgerð uppúr bók Kristínar Steinsdóttur eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Sölku Guðmundsdóttur
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Hið ósagða eftir Sigurð Ámundsson
Sviðsetning Sigurður Ámundason í samstarfi við Tjarnarbíó
Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar eftir Sveinn Ólaf Gunnarsson og Ólaf Ásgeirsson
Sviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó
Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur
Sviðsetning – Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Leikstjóri ársins
Benedict Andrews – Ellen B.
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Benedict Andrews – Ex
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Viktoría Blöndal – Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar
Sviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó
Þorleifur Örn Arnarsson – Íslandsklukkan
Sviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Þóra Karítas Árnadóttir – Samdrættir
Sviðsetning – Silfra Productions í samstarfi við Tjarnarbíó
Leikkona í aðalhlutverki
Ásthildur Úa Sigurðardóttir – Svartþröstur
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
María Thelma Smáradóttir – Íslandsklukkan
Sviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Nína Dögg Filippusdóttir – Ex
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Guðrún S. Gísladóttir – Síðustu dagar Sæunnar
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Sara Dögg Ásgeirsdóttir – Venus í feldi
Sviðsetning – Edda productions í samstarfi við Tjarnarbíó
Leikari í aðalhlutverki
Björgvin Franz Gíslason- Chicago
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Gísli Örn Garðarsson – Ex
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Hallgrímur Ólafsson – Íslandsklukkan
Sviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Jóhann Sigurðarson – Síðustu dagar Sæunnar
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Sveinn Ólafur Gunnarsson Venus í feldi
Sviðsetning – Edda productions í samstarfi við Tjarnarbíó
Leikari í aukahlutverki
Arnþór Þórsteinsson – Chicago
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Benedikt Erlingsson – Ellen B.
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Davíð Þór Katrínarson – Íslandsklukkan
Sviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Jörundur Ragnarsson – Prinsessuleikarnir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Ólafur Ásgeirsson – Óbærilegur léttleiki Knattspyrnunar
Sviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó
Leikkona í aukahlutverki
Ásthildur Úa Sigurðardóttir – Macbeth
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Ebba Katrín Finnsdóttir – Ellen B.
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Íris Tanja Flygenring – Samdrættir
Sviðssetning – Silfra Productions í samstarfi við Tjarnarbíó
Kristín Þóra Haraldsdóttir – Ex
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Þórey Birgisdóttir – Draumaþjófurinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikmynd
Egill Sæbjörnsson – Á eigin vegum
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Guðný Hrund Sigurðardóttir – Íslandsklukkan
Sviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Ilmur Stefánsdóttir – Draumaþjófurinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Milla Clarke – Macbeth
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Búningar
Alexía Rós Gylfadóttir & Tanja Huld Levý Guðmunsdóttir – Geigengeist
Sviðsetning – Geigen í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Guðný Hrund Sigurðardóttir – Íslandsklukkan
Sviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfið við Þjóðleikhúsið
Liucija Kvašytė – Macbeth
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
María Th. Ólafsdóttir – Draumaþjófurinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek – Draumaþjófurinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Juliette Louste – Ég lifi enn- sönn saga
Sviðsetning – Blik Productions í samstarfi við Tjarnarbíó
Kjartan Þórisson – Geigengeist
Sviðsetning – Geigen í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Pálmi Jónsson – Macbeth
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Tónlist
Áskell Harðarson – Verk nr. 2.1
Sviðsetning – Steinunn Ketilsdóttir
Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson – Geigengeist
Sviðsetning – Geigen í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Kristjana Stefánsdóttir – Hvað sem þið viljið
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan
Sviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfið við Þjóðleikhúsið
Urður Hákonardóttir – Hringrás
Sviðsetning – EG Studio í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Hljóðmynd
Gísli Galdur Þorgeirsson og Aron Þór Arnarsson – Ellen B.
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Sigurður Ámundason, Óskar Þór Ámundason og Andri Björgvinsson – Hið ósagða
Sviðsetning – Sigurður Ámundason í samstarfi við Tjarnarbíó
Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan
Sviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfið við Þjóðleikhúsið
Urður Hákonardóttir – Hringrás
Sviðsetning – EG Studio í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Þorbjörn Steingrímsson og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson- Macbeth
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Söngvari
Björgvin Franz Gíslason – Chicago
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Björk Níelsdóttir – Þögnin
Sviðsetning – Sviðslistahópurinn Hófstillt og Ástríðufullt
Margrét Eir – Chicago
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Hye-Youn Lee – Madama Butterfly
Sviðsetning – Íslenska Óperan
Valdimar Guðmundsson – Óbærilegur léttleiki knattspyrnunar
Sviðsetning – Alltaf í boltanum í samstarfi við Tjarnarbíó
Dansari
Díana Rut Kristinsdóttir – Til hamingju með að vera mannleg
Sviðsetning – Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir – Góða ferð inn í gömul sár
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Ernesto Camilo Aldazábal Valdes – Íslandsklukkan
Sviðsetning – Leikhópurinn Elefant í samstarfið við Þjóðleikhúsið
Katrín Vignisdóttir – Chicago
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás
Sviðsetning – EG Studio í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Danshöfundur
Gígja Jónsdóttir & Pétur Eggertsson – Geigengeist
Sviðsetning – Geigen í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Valgerður Rúnarsdóttir – Dansa, hvað er betra en að dansa
Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn
Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás
Sviðsetning – EG Studio í samstarfi við Íslenska dansflokkinn
Dans og sviðshreyfingar
Lee Proud – Draumaþjófurinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Lee Proud – Chicago
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Juliette Louste – Ég lifi enn- sönn saga
Sviðsetning – Blik Productions í samstarfi við Tjarnarbíó
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – Them
Sviðsetning – Spindrift Theatre í samstarfi við Tjarnarbíó
Sigríður Soffía Níelsdóttir og hópurinn – Til hamingju með að vera mannleg
Sviðsetning – Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Sproti árins ásamt rökstuðningi valnefndar
Tímaritið Dunce er tilnefnt til Sprotans fyrir eftirtektarverða nýsköpun á sviði skrásetningar á danslist, kóreógrafíu og gjörningalist. Dunce veitir listafólki á þessu sviði nýjan vettvang til eiga samtal, miðla hugleiðingum sínum og halda utan um listform sem í einkenni sínu er hverfult. Dunce er einstaklega vandað í máli og myndum og miðlar íslenskri list utan landsteina ásamt því að tengja saman listamenn hvaðanæva að úr heiminum.
Tóma rýmið er tilnefnt til Sprotans fyrir að styðja dyggilega við frumsköpun og tilraunastarfsemi innan sviðslista. Tóma rýmið gefur listamönnum tækifæri til að prófa sig áfram með nýjar hugmyndir, leita nýrra leiða í sköpun og rannsaka möguleika listmiðilsins. Grasrótarstarfsemi Tóma Rýmisins er einstök á Íslandi og mjög mikilvægur hlekkur í sviðslistasenunni sem ber að styðja og styrkja.
Grasrótarstarf óperulistamanna er tilnefnt til Sprotans. Óperulistamenn hafa aldrei notið starfsöryggis á Íslandi. Þeir hafa ekki látið frumstætt starfsumhverfi og lítil sem engin laun hindra sig í að vaxa í list sinni á þessu leikári. Þessi öfluga grasrótarstarfsemi hefur fætt af sér tvær frumsamdar óperur og fjölmargar áhugaverðar óperuuppfærslur áræðinna listamanna sem hafa gætt sviðslistir á Íslandi ómetanlegu lífi sem annars hefði ekki orðið.