Hans Blær
Heiti verks
Hans Blær
Lengd verks
75 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Hans Blær er öll okkar og ekkert okkar, Þórðargleðin sem fróar okkur og skelfir þegar við völdum óskunda í vondum heimi, sársaukinn sem svíður og svalar fýsnum okkar, taugaveiklunin þegar við þegjum og samviskubitið þegar við tökum til máls.
Hán er myrkrið sem hylur okkur og neistarnir sem lýsa okkur leiðina, tröllið sem er ekki tröll, transinn sem er ekki trans, bjargvætturinn sem bjargar engum og óargardýrið sem vill engum illt.
Hán verður ekki smættað niður í samtíma sinn því hán er allra tíma og engra. Hán verður ekki smættað niður í siðferði sitt, kyngervi sitt, veikleika sína eða styrk.
Hán leiðir okkur til sannleikans og drekkir okkur í lygum, vefur okkur í faðm sinn og rífur okkur á hol. Við erum alltaf röng. Við tárumst, sofnum og göngum út, hristum höfuðið og rífumst fram á nótt.
Hán er einstaklingurinn sem samsamar sig engum en neitar að leysast upp, gengur ekki í takt við neinn en marserar samt áfram með samstíga herdeildir á eftir sér, alltaf eitt.
Hán er hið hikandi skref og hin styrka hönd, sá máttlausasti meðal okkar og sú sem römmust er afli.
Hán er hán, þeir, þær og þau, ég og þú og þið, hann, hún og umfram allt annað: hán er við og enginn, engin, engið, ekkert.
Nei, djók. (LOL).
Frumsýningardagur
14. mars, 2018
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
Eiríkur Örn Norðdahl
Leikstjóri
Vignir Rafn Valþórsson
Danshöfundur
Halla Ólafsdóttir
Tónskáld
Áslákur Ingvarsson
Hljóðmynd
Áslákur Ingvarsson
Lýsing
Arnþór Þórsteinsson & Kjartan Darri Kristjánsson, Myndvörpun: Roland Hamilton
Búningahönnuður
Enóla Ríkey
Leikmynd
Brynja Björnsdóttir
Leikarar
Jörundur Ragnarsson
Kjartan Darri Kristjánsson
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Leikkonur
Sara Martí Guðmundsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
oskabornogaefunnar.wixsite.com/ogaefapunkturis