Rocky Horror Show

Heiti verks
Rocky Horror Show

Lengd verks
Uþb 2 klst

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Rocky Horror fjallar um kærustuparið, Brad
og Janet, sem leita ásjár í gömlum kastala
úti á landi í aftakaveðri eftir að springur
á bílnum hjá þeim. Þar hitta þau fyrir
klæðskiptinginn og vísindamanninn Frank-
N-Furter og allt hans teymi sem inniheldur
afar skrautlegar persónur, m.a. nýjasta
sköpunarverk klæðskiptingsins, vöðvatröllið
Rocky. Unga parið glatar sakleysi sínu smám
saman í þessum líflega félagsskap og lendir
í ýmsum ævintýrum í kastalanum. Hárbeittur
og eldfjörugur söngleikur með frábærri
rokktónlist sem fjallar um mikilvægi þess að
fá að vera sá sem maður er með öllum sínum
sérkennum og sérstöðu.

Rocky Horror er löngu orðinn klassískur
söngleikur sem sýndur hefur verið víða um
heim. Hann var frumsýndur í Royal Court
leikhúsinu í London árið 1973 en hefur gengið
í nýrri uppfærslu í London sl. ár við frábærar
viðtökur. Upp úr söngleiknum var gerð
bíómyndin Rocky Horror Picture Show árið
1975 sem á sér stóran aðdáendahóp.
Söngleikurinn Rocky Horror á brýnt erindi
um þessar mundir þegar valdamesta fólk
heims ýtir undir og elur á ótta og hatri í garð
jaðarhópa.

Sviðssetning
Borgarleikhus

Frumsýningardagur
16. mars, 2018

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Stóra svið

Leikskáld
Richard O´Brien

Leikstjóri
Marta Nordal

Danshöfundur
Lee Proud

Tónskáld
Richard O´Brien

Hljóðmynd
Gunnar Sigurbjörnsson og Baldvin Þór Magnússon

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Leikarar
Páll Óskar Hjálmtýsson
Haraldur Ari Stefánsson
Björn Stefánsson
Arnar Dan Kristjánsson
Valdimar Guðmundsson
Valur Freyr Einarsson

Leikkonur
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Brynhildur Guðjónsdóttir
Vala Kristín Eiríksdóttir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Söngvari/söngvarar
Páll Óskar Hjálmtýsson

Dansari/dansarar
Steve Lorenz, Anna Sif Gunnarsdóttir, Arnór Björnsson, Guðmunda Pálmadóttir, Margrét Erla Maack, Valgerður´Rúnarsdóttir, Viktoría Sigurðardóttir, Yannier Oviedo

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is