Engillinn

Heiti verks
Engillinn

Lengd verks
2:20

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð.

Finnur Arnar Arnarson, myndlistarmaður og leikmyndahöfundur, skapar sýningu upp úr verkum Þorvaldar þar sem saman koma örverk, brot úr lengri verkum og vísanir í myndlist og gjörninga.

Hversdagslega súrrealísk sýning sem kemur á óvart .

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
21. desember, 2019

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Leikskáld
Finnur Arnar Arnarsson og Þorvaldur Þorsteinsson

Leikstjóri
Finnur Arnar Arnarsson

Tónskáld
Pétur Ben og Elvar Geir Sævarsson

Hljóðmynd
Kristján Sigmundur Einarsson og Elvar Geir Sævarsson

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Þórunn María Jónsdóttir

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson og Þórarinn Blöndal

Leikarar
Atli Rafn Sigurðarson
Baldur Trausti Hreinsson
Eggert Ólafsson

Leikkonur
Arndís Hrönn Egilsdóttir
Ilmur Kristjánsdóttir
Guðrún S. Gísladóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/syningar/engillinn